Tekinn með 50 fölsuð strætókort

Maðurinn kom til landsins frá Póllandi.
Maðurinn kom til landsins frá Póllandi. mbl.is/Eggert

Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum handtóku í fyrrinótt karlmann sem var að koma með flugi frá Varsjá í Póllandi. Að sögn lögreglu var maðurinn með 50 íslensk níu mánaða strætókort í fórum sínum, sem eru metin á rúmar þrjár milljónir kr.

Tollverðir höfðu stöðvað manninn við komuna hingað til lands.

Lögreglan segir að það leiki grunur á því að kortin hafi verið fölsuð erlendis og ætluð til sölu hér á landi í ágóðaskyni.

Lögregla lagði hald á öll kortin svo og umslög sem þau fundust í. Einnig var lagt hald á farsíma mannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert