Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss

mbl/Arnþór

Suðurlandsvegur austan við gatnamót við Biskupstungnabraut er lokaður eftir að árekstur varð með tveimur bifreiðum þar. Unnið er að því að klippa út einn aðila úr hvorum bíl. Þeir eru báðir með meðvitund en ekki er vitað frekar um ástand þeirra.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Þar segir enn fremur að Suðurlandsvegur verði lokaður vegna vinnu á vettvangi í einhverja stund.

Hjáleið um Eyrarbakkaveg og Þorlákshafnarveg og eins er unnt að komast upp Biskupstungnabraut og yfir hjá Laugarási.

 

mbl.is