Svíður að málið sé ekki klárað

Frá kynningu á lokaskýrslu um sanngirnisbætur í síðustu viku.
Frá kynningu á lokaskýrslu um sanngirnisbætur í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér finnst það dapurlegt ef menn telja sig búna að skoða öll börn vegna þess að það er ekki búið og við vitum það alveg,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.

Lokaskýrsla um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn var birt á föstudaginn. Þar kom fram að greiddar hafa verið sanngirnisbætur til hátt í 1.200 einstaklinga og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. Í skýrslunni var sagt frá gagnrýni frá Þroskahjálp vegna þess að aðstæður fatlaðra sem hafi dvalið á stofnunum hafi ekki verið kannaðar til hlítar, nema á Kópavogshæli. 

Bryndís Snæbjörnsdóttir ásamt Haraldi Ólafssyni, fyrrverandi vistmanni á Kópavogshæli, og ...
Bryndís Snæbjörnsdóttir ásamt Haraldi Ólafssyni, fyrrverandi vistmanni á Kópavogshæli, og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í Stjórnarráðinu á síðasta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðspurð segir Bryndís að samtökin séu ósátt við að stjórnvöld hafi ekki farið eftir ábendingum sem komu fram í skýrslu frá árinu 2016 um vistun barna á Kópavogshæli þar sem fram kom: „Þegar gögn um viðhorf til fatlaðs fólks og stöðu málaflokksins eru metin heildstætt verður nefndin að telja að sannfærandi rök standi til þess að gera það með einhverju móti kleift að kanna og taka afstöðu til þess hvort og í hvaða mæli börn á öðrum stofnunum en Kópavogshæli hafi sætt illri meðferð og ofbeldi.“

„Við urðum fyrir vonbrigðum,“ segir Bryndís um lokaskýrsluna, þar sem kom fram að greiðslu sanngirnisbóta vegna vistheimila og stofnana sem vistuðu börn sé lokið. Það sé löggjafans að ákveða hvort almenn lög um sanngirnisbætur verða tekin upp. „Þetta snýst um virðingu gagnvart fötluðu fólki, að við séum öll jöfn og jafnmikils virði sem manneskjur. Maður fær þessa tilfinningu að við séum það ekki með þessari afgreiðslu.“

Lokaskýrslan um sanngirnisbætur.
Lokaskýrslan um sanngirnisbætur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bryndís nefnir Skálatún, Sólheima, Sólborg og Tjaldanes í þessu samhengi. Miðað við skýrsluna frá 2016 sé engin ástæða til að ætla að börnin sem þar dvöldu hafi sætt annars konar meðferð en börnin á Kópavogshæli. Hún segist binda vonir við að ráðherrar og ráðamenn semji ný lög um sanngirnisbætur sem muni taka tillit til þessara barna. „Ábendingin kom í skýrslunni og stjórnvöld hefðu átt að bregðast við því þá.“

„Við trúðum því í einfeldni okkar að það yrði tekið mark á þessum ábendingum úr skýrslu um Kópavogshæli, þannig að við lögðum ekki fram neinar tillögur til stjórnvalda um hvernig vægi hægt að vinna úr því,“ segir Bryndís og nefnir að ábendingar verði sendar inn núna til stjórnvalda.

Kvennadeild Kópavogshælis var reist á sjötta áratug síðustu aldar. Þar ...
Kvennadeild Kópavogshælis var reist á sjötta áratug síðustu aldar. Þar er nú rekin endurhæfingarstöð fyrir fatlaða. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hún tekur fram að hún sé ánægð með þær bætur sem stjórnvöld hafa greitt út til þeirra sem hafa átt um sárt að binda. Þroskahjálp hafi jafnframt átt gott samstarf við tengilið vistheimila og vistheimilanefnd. Það svíði samt að málið skuli ekki vera klárað og að ekki sé horft til allra barna. Sanngirni hljóti að felast í því.

Bryndís segir Þroskahjálp hafa bent á stöðu fullorðinna sem ekki voru til rannsóknar, samkvæmt lögunum sem unnið var eftir. Ný lög þyrftu einnig að ná til þeirra, í réttlætisskyni „vegna þess að fatlað fólk var vistað í raun og veru gegn vilja sínum. Það hafði ekki val um annað. Aðstandendum þeirra var talin trú um að þetta væri það besta sem væri í boði og við vitum að þau bjuggu við ekkert betri aðbúnað heldur en þessi börn á Kópavogshæli“.

Bryndís bendir á að í skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli kom fram að mögulega þurfi ítarleg rannsókn ekki að fara fram á öðrum stofnunum heldur fyrst og fremst að viðurkenna að brotið hafi verið á viðkomandi einstaklingum. „Þetta er viðkvæmasti hópurinn sem ég tel að sé verið að ganga fram hjá þarna.“

mbl.is

Innlent »

Fólk sér CE og heldur að allt sé í lagi

11:58 Sérfræðingur í öryggi barna segir tilefni til að vera „mjög á varðbergi“ gagnvart sumum öryggisbúnaði fyrir börn í sundlaugum. Álíka vesti og það sem sást í sláandi myndbandi frá Noregi eru til á Íslandi. Meira »

Nýjum smitum fari vonandi fækkandi

11:30 „Ég bind allavega enn vonir við að það hylli undir að þetta fari dvínandi,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, inntur um stöðu mála vegna e.coli-sýkingar sem greinst í nítján börnum hér á landi. Þá er uppi grunur um að bandarískt barn sé einnig smitað, en það var á sömu slóðum og þar sem nær öll börnin voru. Meira »

Leki í báti úti fyrir Hornströndum

11:08 Björgunarskip á Ísafirði og Bolungarvík voru kölluð út á áttunda tímanum í morgun vegna báts sem var í vanda þremur sjómílum norður af Kögri á Hornströndum. Leki hafði komið að bátnum í morgun vegna bilunar og þurfti að koma dælum um borð í hann. Meira »

Kallaði fúkyrði að konunum þremur

10:55 Atvikið þar sem veist var að þremur múslimakonum í gærkvöldi átti sér stað fyrir utan Bónus-verslunina í Lóuhólum um kl. 18. Málið er rannsakað sem hatursglæpur í miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Grunur um Parvó-smit á Austurlandi

10:35 Óstaðfestur grunur er um að hundur á Austurlandi hafi veikst af Parvó smáveirusótt. Þetta segir Daníel Haraldsson, þjónustudýralæknir á Egilsstöðum, en hann tilkynnti um tilfellið til yfirdýralæknis í gær og hefur sent sýni á Keldur til staðfestingar á grun sínum. Meira »

Gerð klár fyrir eigendaskiptin

10:20 Togskip Gjögurs hf. á Grenivík, Áskell EA 748 og Vörður EA 748, eru nú í Slippnum í Reykjavík. Er unnið að því að pússa og mála skipin áður en þau verða afhent nýjum eiganda, FISK á Sauðárkróki, fyrir mánaðarlokin. Meira »

Á 139 km hraða á Sæbraut

10:20 Lögregla myndaði brot alls 170 ökumanna á Sæbraut í Reykjavík á tímabilinu 10.-15. júlí, en fylgst var með ökutækjum sem fóru Sæbrautina í vesturátt á gatnamótum við Langholtsveg. Sá sem hraðast ók var myndaður á 139 kílómetra hraða. Meira »

„Er undrandi á þessari niðurstöðu MDE“

10:15 Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar, fyrrverandi starfsmanns Húsasmiðjunnar, gegn íslenska ríkinu er sigur í meginatriðum um rétt manna til að njóta sanngjarnrar málsmeðferðar og kallar á að Hæstiréttur endurskoði fyrirkomulag sitt. Þetta segir lögmaður Júlíusar. Meira »

Súkkulaðihrískökur innkallaðar

09:45 Heilsa ehf. hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað Amisa Lactose Free Rice Milk Chocolate Rice Cakes vegna ómerkts ofnæmis- eða óþolsvalds, en mjólk er í kökunum. Meira »

Helmingur ók of hratt á Seljabraut

09:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu myndaði brot 35 ökumanna á Seljabraut í Reykjavík í gær, en þar var lögregla við hraðamælingar í eina klukkustund eftir hádegi. Meira »

Styrmir vilji fá sakfellingu niðurfellda

09:19 Lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar er ánægður með að MDE hafi komist að niðurstöðu um að málsmeðferð fyrir Hæstarétti hafi ekki verið réttlát. Hann gerir ráð fyrir að Styrmir vilji fá málið endurupptekið. Meira »

Enn þungt haldinn eftir fjórhjólaslys

08:45 Karlmaðurinn sem lenti í alvarlegu fjórhjólaslysi við Geysi í Haukadal í gærmorgun liggur enn þungt haldinn á Landspítalanum. Þetta staðfestir Elís Kjartansson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi

08:33 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP banka, eftir einróma niðurstöðu dómsins. Hann fær milljón krónur í málskostnað. Meira »

Ríkið braut á starfsmanni Húsasmiðjunnar

08:32 Íslenska ríkið braut á fyrrverandi starfsmanni Húsasmiðjunnar sem dæmdur var í níu mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016 fyrir hlutdeild sína í refsiverðu verðsamráði í störfum sínum á árunum 2010 til 2011. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Þegar er erfitt að ferðast um

08:18 Fjöldi gildra stæðiskorta, P-merkja, fyrir hreyfihamlaða um mitt ár 2017 var 6.415 og þar af voru 4.247 á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi útgefinna korta allt árið 2016 var 1.526. Ekki fengust nýrri tölur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kanna oflækningar á Íslandi

07:57 Engin ástæða er að ætla annað en að staða oflækninga sé svipuð á Íslandi og í Noregi, segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Meira »

Hafa tekið 82 viðtöl

07:37 82 viðtöl hafa þegar verið tekin í húsnæði Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, sem var opnuð á Akureyri 10. maí síðastliðinn. Meira »

Áfram skýjað og rigning með köflum

06:40 Að mestu verður skýjað í dag og rigning eða súld með köflum og austan 8 til 13 m/s. Styttir upp um landið suðvestanvert með morgninum en talsverðar skúrir verða þar síðdegis, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Meira »

Veist að þremur múslimakonum

06:10 Veist var að þremur múslimskum konum utandyra í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og er hugsanlega um hatursglæp að ræða. Meira »
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...