Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

Kort/Reykjavíkurborg

Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem segir að búast megi við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Fyrir vikið verði göngugötusvæði stærra en ella.

„Frá klukkan ellefu verður Laugavegur lokaður frá Vatnsstíg, Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti og niður Bankastræti að Þingholtsstræti. Klukkan 18 verða lokanir umfangsmeiri og ná að mótum Barónsstígs og Laugavegar, auk þess sem kaflinn frá Barónsstíg að Snorrabraut verður líka lokaður frá 17-18 vegna upphafs friðargöngu niður Laugaveg.“

Þá segir að lokanir tryggi öryggi gangandi og akandi vegfarenda á þessum fjölsótta verslunardegi í miðborginni. Minnt er enn fremur á almenningssamgöngur og bílahús borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert