Umferðaróhapp á Suðurlandsvegi

mbl.is/​Hari

Suðurlandsvegi var lokað tímabundið undir Ingólfsfjalli á tólfta tímanum vegna umferðarslyss. Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Selfossi, fluttu sjúkrabílar tvo á sjúkrahús en í ljós kom að meiðsl þeirra voru minniháttar. Búið er að opna fyrir umferð um veginn. 

Um var að ræða árekstur vörubifreiðar og fólksbifreiðar sem var ekið í sömu átt. Ökumaður og farþegi í fólksbílnum voru flutt til skoðunar á HSU. Bæði ökutækin eru töluvert skemmd og þurfti að loka veginum tímabundið á meðan bifreiðarnar voru fluttar á brott.

mbl.is