Varað við aurskriðum og vatnavöxtum

Úrkomuspáin á landinu klukkan 17 í dag. Eins og sést …
Úrkomuspáin á landinu klukkan 17 í dag. Eins og sést á kortinu er spáð mjög mikilli úrkomu um landið suðaustan- og austanvert. Kort/Veðurstofa Íslands

Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum, að því er segir í viðvörun frá Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan segir að vegna mikillar úrkomu megi enn fremur búast við vatnavöxtum í ám.

Vefur Veðurstofu Íslands

Veðurvefur mbl.is

mbl.is