12 milljónir í 31 styrk

Nawal El Saadawi er egypskur femínisti, rithöfundur, aðgerðarsinni og geðlæknir. …
Nawal El Saadawi er egypskur femínisti, rithöfundur, aðgerðarsinni og geðlæknir. Hún hefur skrifað margar bækur um konur og íslam. Henni hefur verið lýst sem Simone de Beauvoir arabaheimsins. Hún var gestur á bókmenntahátíðarinnar árið 2011.

Tæpum 12 milljónum króna var úthlutað í 31 styrk til þýðinga á íslensku af Miðstöð íslenskra bókmennta, í seinni úthlutun ársins. Alls bárust 56 umsóknir og sótt var um rúmar 47 milljónir króna. Fjölgun umsókna var jafnt í flokki skáldverka og myndríkra barna- og ungmennabóka.

Heildarfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku á árinu var alls 93, sem er nokkur aukning frá 2017, þegar heildarfjöldinn var samtals 87. Þetta er metfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku til Miðstöðvar íslenskra bókmennta, ef frá er talið árið 2008, en þá bárust 97 umsóknir í þessum flokki á árinu öllu. 

Nánar hér

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru:

Great Expectations eftir Charles Dickens í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Útgefandi: Forlagið

Smásögur heimsins IV – Afríka eftir Ben Okri, Chimamanda Adichie, Nadine Gordimer, Zoe Wicomb, Yusuf Idris o.fl., ritstj. Jón Karl Helgason, Kristín G. Jónsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson. Ýmsir þýðendur. Útgefandi: Bjartur

Emra'a enda noktat el sifr eftir Nawal El Saadawi í þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur. Útgefandi: Angústúra

Qaanaaq eftir Mo Malö í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Útgefandi: Drápa

Lacci eftir Domenico Starnone í þýðingu Höllu Kjartansdóttur. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Fahrenheit 451 eftir Ray Bradbury í þýðingu Þórdísar Bachmann. Útgefandi: Ugla útgáfa

Um hernaðarlistina, höf. óþekktur, ritstj. Jón Egill Eyþórsson og þýðandi Geir Sigurðsson. Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Where the World Ends eftir Geraldine MacCaughrean í þýðingu Sólveigar Sifjar Hreiðarsdóttur. Útgefandi: Kver bókaútgáfa

Never Never 1-3 eftir Colleen Hoover og Tarryn Fisher í þýðingu Heiðu Þórbergsdóttur. Útgefandi: Bókabeitan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert