Stjórnvöldum skylt að vinna að stöðugleika

Bjarni Benediktsson mætir til fundar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í ...
Bjarni Benediktsson mætir til fundar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í dag. mbl.is/Eggert

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir í samtali við mbl.is að hann furði sig á yfirlýsingum vinnumarkaðsaðila í dag, varðandi það að hann beiti hótunum í umræðum um kjaramál eða sé með stríðsyfirlýsingar. Hann segir að allir ættu að hafa skilning á því að stjórnvöld ætli sér og hafi skyldu til þess að vinna að stöðugleika í efnahagsmálum.

Fundur ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins í dag var gagnlegur, að sögn Bjarna, en þar var meðal annars rætt um stöðuna varðandi átakshóp vegna húsnæðismála og farið yfir launatölfræðimál. Ríkisstjórnin kom ekki með neitt sérstakt útspil inn í kjaraviðræðurnar í dag.

„Við vorum ekki að boða þennan fund til að ræða slíkt, þarna var bara verið að fara yfir stöðuna á nokkrum stórum verkefnum sem við höfum verið í samstarfi við vinnumarkaðinn um,“ segir Bjarni.

Í dag sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem ummæli Bjarna í Morgunblaðinu í dag um að áform um lækkun tekjuskatts verði endurskoðuð ef samið verði um óábyrgar launahækkanir á almennum vinnumarkaði voru fordæmd og kölluð hótanir. Formaður VR tók undir þetta og kallaði ummæli Bjarna stríðsyfirlýsingu við kröfur hreyfingarinnar.

„Ég verð bara að lýsa furðu á því að menn telji ástæðu til að gefa út yfirlýsingar þegar ég bendi á hluti sem allir ættu að hafa skilning á, sem að er það að stjórnvöld ætla sér og hafa skyldu til þess að vinna að stöðugleika hér í efnahagsmálum og við munum ekki skilja Seðlabankann einan eftir í að vinna að því hlutverki,“ segir Bjarni.

Hann segir að ríkisstjórnin hafi ávallt verið skýr með það að svigrúm hafi verið tekið til hliðar í ríkisfjármálunum til þess að lækka skatta á millitekju- og lægri millitekjuhópa, í þeim tilgangi að greiða fyrir kjarasamningagerð.

„Hins vegar, ef að kjarasamningalotan í heild sinni fer með einhverjum hætti út um þúfur þannig að það veldur spennu og þenslu í hagkerfinu, þá hafa stjórnvöld skyldu til þess að bregðast við. Seðlabankinn hefur að lögum skyldu til þess og ríkisstjórnin mun sömuleiðis bregðast við. Eitt af því sem við myndum væntanlega þurfa að hugsa í því sambandi er hvernig við myndum tímasetja okkar aðgerðir eins og ég hef greint frá.

Bjarni hefur enn fulla trú á því að „allt þetta ...
Bjarni hefur enn fulla trú á því að „allt þetta góða fólk sem er að vinna að þessum málum geti með samningum leitt fram góða niðurstöðu fyrir alla.“ mbl.is/Eggert

Í þessu felst nákvæmlega engin hótun, þetta er eitthvað sem við ættum öll að vera sammála um að sé mikilvægt og það sem vinnumarkaðsaðilar þurfa kannski fyrst og fremst að gera upp við sig er það hvort þeir ætli að taka þátt í því að tryggja hér stöðugt verðlag og stöðugleika eða hvort þeir ætli að segja sig frá því verkefni.“

Bjarni segir að hann hafi komið þessum sjónarmiðum sínum áleiðis í stuttu máli á fundinum í dag og að hann vilji taka fram, í þessu sambandi, að hann hafi enn fulla trú á því að „allt þetta góða fólk sem er að vinna að þessum málum geti með samningum leitt fram góða niðurstöðu fyrir alla. Það hlýtur að vera markmiðið.“

mbl.is

Innlent »

Börnin blómstra í íþróttastarfinu

18:30 Þátttaka er sigur! Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, ekki síst börnum með sérþarfir. Starf félagsins var kynnt um helgina. Boltagreinar, boccia og frjálsar íþróttir eru í boði og fleira er væntanlegt á dagskrána. Meira »

Skýringar á áverkum oft fáránlegar

18:26 Áverkar á börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru allt öðruvísi en þeir áverkar sem koma af slysförum segir Gestur Pálsson barnalæknir. Hann segir að oft séu skýringar á áverkum fáránlegar og læknar sem skoði börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi sjá að skýringin á ekki við. Meira »

Virkja Tungufljót í Biskupstungum

18:00 Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum og um 60 manns eru þar nú að störfum. Meira »

Brekkurnar loksins opnaðar

17:30 Opnun Skíðasvæðisins í Bláfjöllum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra, en svæðið opnaði í fyrsta skipti í vetur í dag. Skíðafólk lét ekki bíða eftir sér og mbl.is var á staðnum þegar fyrstu ferðirnar niður fjallið voru í skíðaðar í frábæru færi. Meira »

„Vasar þeirra ríku dýpka“

17:11 „Stefna Samfylkingarinnar er skýr um jöfn tækifæri allra,“ sagði Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sem flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Hann sagði samneyslu þar sem gæðunum sé jafnt dreift þannig að öllum séu tryggð lífsviðurværi sé leiðin. Meira »

Tíu bækur tilnefndar

16:30 Tíu bækur voru fyrir stundu tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2018. Verðlaunin sjálf verða afhent í Þjóðarbókhlöðunni 3. mars og nema verðlaunin 1.250.000 krónum. Meira »

Samþykkti kerfisáætlun Landsnets

16:26 Fyrir helgi var tekin ákvörðun um það af hálfu Orkustofnunar að samþykkja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018-2027.   Meira »

„Ekkert nýtt“ að fá sér bjór á vinnutíma

16:22 „Ég fékk póst,“ segir Karl Gauti Hjaltason þingmaður, um tölvupóst sem honum barst frá Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og nefndarmanni í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, á meðan fundi nefndarinnar stóð 1. júní í fyrra. Í póstinum stendur að hún, og fleiri þingmenn, hefðu brugðið sér á barinn Klaustur. Meira »

Samþykktu breytingar á Hamraneslínu

16:14 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að veita Landsneti tvö framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2. Meira »

Björguðu kindum úr sjálfheldu

16:05 Sextán björgunarsveitarmenn úr Grindavík björguðu fjórum kindum úr sjálfheldu á klettasyllu í Bæjarfelli við Krísuvík í gærkvöldi. Talsmaður björgunarsveitarinnar segir að kletturinn sé um 30 metra hár og voru kindurnar fastar á syllunni um átta metra neðan við bjargbrún. Meira »

Flýgur áfram til Íslands í sumar

15:46 Bandaríska flugfélagið American Airlines hyggst fljúga áfram á milli Íslands og Dallas-borgar í Bandaríkjunum í sumar líkt og félagið gerði síðasta sumar. Hins vegar hafa íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air bæði hætt að fljúga til borgarinnar. Meira »

Vilja fjögurra þrepa skattkerfi

15:27 Miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag tillögur efnahags-, skatta- og atvinnumálanefndar sambandsins um breytingar á skattkerfinu sem auka jöfnuð og ráðstöfunartekjur meginþorra launafólks. Meira »

Heita fundarlaunum fyrir bílinn

15:23 Eigendur bifreiðar af gerðinni Land Rover Discovery, sem stolið var frá Bjarnarstíg í Reykjavík í fyrrinótt, hafa ákveðið að veita 200 þúsund krónur í fundarlaun í von um að bíllinn finnist. Meira »

Óuppfyllt íbúðaþörf mun minnka

15:16 „Tillögurnar munu auka framboð, tryggja stöðugleika á markaðnum og lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá viðkvæmum hópum, komist þær til framkvæmda,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, í samtali við mbl.is, um nýjar húsnæðistillögur átakshóps ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær. Meira »

Fiskistofa ítrekað bent á vandann

15:14 Stjórnendur Fiskistofu hafa ítrekað bent á þann vanda sem við er að etja vegna eftirlits með fiskveiðum. Þeir telja skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlitshlutverk Fiskistofu vandaða og að hún bendi réttilega á margvíslega erfiðleika í þessum efnum. Meira »

Þjórsárdalur friðlýstur í heild

15:00 Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals. Tillagan er unnin samhliða tillögu að friðlýsingu náttúruminja í hluta dalsins. Gangi áform Minjastofnunar eftir verður Þjórsárdalur fyrsta svæðið til að hljóta friðlýsingu í heild sinni en hingað til hefur tíðkast að friðlýsa staka minjastaði. Meira »

Skilur ekki af hverju hann er ákærður

14:55 Aðkoma Kjartans Bergs Jónssonar að því máli, sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur, er afar takmörkuð, að hans eigin sögn, en hann gaf skýrslu núna eftir hádegið og sagðist þar meðal annars ekki einu sinni skilja þann lið ákærunnar sem beinist að honum. Meira »

Tölum ekki í farsímann við akstur

14:30 Í átaki Samgöngustofu og fleiri sem ber yfirskriftina Höldum fókus eru farnar nýjar leiðir til að minna ökumenn á hversu hættulegt það er að nota símann undir stýri. Meira »

Bíógagnrýni: Glass og Close

14:00 Raggi Eyþórsson, bíógagnrýnandi og framleiðandi, gaf Glass og Close ekki beint góða dóma, en þó eru greinilega ágætissprettir í hvorri mynd um sig. Meira »