Stefna nú á 1,5 milljón í róðrinum

Söfnun slökkviliðsmanna fyrir Frú Ragnheiði í Kringlunni gengur vonum framar. Fljótlega varð ljóst að það myndi takast að safna fyrir æðaleitartæki um borð í bílinn sem bætir öryggi hjá sprautufíklum. Þá var markmiðið hækkað upp í milljón en nú hefur takmarkið verið hækkað enn frekar.

Forláta róðrarvél sem Hreysti gefur til styrktar málefnisins verður boðin upp í söfnuninni klukkan fjögur á föstudag en fjármagnið nýtist Frú Ragnheiði vel að sögn Helgu Sifjar Friðjónsdóttur, sem er formaður Frú Laufeyjar, félags um skaðaminnkun. 

mbl.is kom við í Under Armour versluninni í Kringlunni í dag þar sem slökkviliðsfólk rær nú allan sólarhringinn. Í myndskeiðinu er rætt við Birnu Björnsdóttur, slökkviliðskonu, sem var að klára róður í hádeginu og reri einnig klukkan fjögur í nótt. Hún segir svefnleysi vera farið að segja til sín en að gott sé að finna stuðninginn frá fólki. Þá er rætt við Helgu Sif sem einnig var á staðnum.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið sem mbl.is gerði um sjúkrabílinn Frú Ragnheiði fyrir nokkrum árum síðan. Verkefnið miðar að því að draga úr skaðasemi lifnaðar­hátta hjá jaðar­hóp­um meðal ann­ars með því að draga úr út­breiðslu á sjúk­dóm­um á borð við lifr­ar­bólgu C og HIV. Hug­mynd­in er að draga úr þörf á dýr­ari úrræðum fyr­ir þessa hópa inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert