Störfum gæti fækkað um 1.400

Um 30% fyrirtækja búast við að fækka störfum á næstunni.
Um 30% fyrirtækja búast við að fækka störfum á næstunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Störfum gæti fækkað um 1.400 á næstu sex mánuðum samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallupkönnunar á meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins.

Þau hafa samtals 24 þúsund starfsmenn. Könnunin var gerð fyrir Samtök atvinnulífsins. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2009 að fram koma áform um fækkun starfsfólk í könnuninni.

Um 10% fyrirtækjanna búast við að fjölga starfsmönnum en 30% búast við að þeim fækki á næstu sex mánuðum. Út frá stærðardreifingu fyrirtækjanna má áætla að starfsmönnum þeirra fækki um 1,2% á næstu sex mánuðum. Störfum gæti fækkað um 2.000 hjá þeim sem áforma fækkun en á móti koma 600 störf hjá þeim sem hyggja á fjölgun starfsfólks. Niðurstaðan er sú að störfum gæti fækkað um 1.400, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »