Þorsteinn talaði mest í haust

Þorsteinn Víglundsson í ræðustóli Alþingis.
Þorsteinn Víglundsson í ræðustóli Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er sá sem mest og lengst talaði á nýafstöðnu haustþingi. Alþingi fór í jólaleyfi á föstudaginn og þing mun koma saman að nýju mánudaginn 21. janúar.

Þorsteinn flutti flestar ræður, 78, og gerði flestar athugasemdir, eða 134. Samtals eru þetta 212 ræður og athugasemdir. Þorsteinn talaði samtals í 637 mínútur, eða rúmar 10 klukkustundir alls. Næstur í röðinni var Birgir Þórarinsson í Miðflokki, sem talaði í 582 mínútur samtals. Björn Leví Gunnarsson Pírati talaði í 528 mínútur, Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, talaði í 513 mínútur og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði í 471 mínútu samtals.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki, talaði minnst. Hún flutti tvær ræður sem stóðu yfir í samtals 15 mínútur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert