Veturinn ódýr það sem af er

Ekki hefur þurft að moka mikinn snjó þetta haustið.
Ekki hefur þurft að moka mikinn snjó þetta haustið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 100 milljónir hafa sparast í vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í haust samanborið við haustið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá borginni var kostnaður við vetrarþjónustu frá júlí til desember árið 2017 alls 245,6 milljónir.

Kostnaður fyrir sama tímabil árið 2018 er 140,3 milljónir króna. Hér þarf að hafa í huga að öll vinna fyrir desembermánuð er ekki komin inn en desember- og nóvembermánuður voru langdýrustu mánuðirnir árið 2017.

Kostnaður fyrir vetrarþjónustu í nóvember í fyrra var 98,9 milljónir króna og 104,4 milljónir í desember. Kostnaður vetrarþjónustu fyrir nóvembermánuð í ár var einungis 68,2 milljónir og 7,7 milljónir það sem af er desember.

Reykjavík stendur fyrir snjóvakt með skipulögðum bakvöktum frá nóvember til loka mars og utan þess tíma eftir þörfum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert