„Við verðum að koma okkur héðan“

Fólkið komist í hann krappan.
Fólkið komist í hann krappan. Skjáskot/Instagram

„Guð minn góður,“ heyrist kona sem tekur upp myndskeið í Reynisfjöru segja þegar stór alda kemur og fellir hóp ferðamanna um koll. Ekki er vitað hvenær myndskeiðið var tekið en það var birt á Instagram-síðunni „Nature“ í gær.

„Náðirðu myndskeiði af þessu?“ heyrist karlmannsrödd spyrja konuna þegar þau hafa náð að forða sér frá öldunni. Hún svarar því játandi. „Við verðum að koma okkur héðan,“ bætir konan við.

Varað við hættunni í Reynisfjöru.
Varað við hættunni í Reynisfjöru. mynd/Sigríður Víðis

Margoft hefur verið fjallað um hættuna í Reynisfjöru áður og hafa verið sett upp stór skilti þar við sem vara fólk við öldugangi.

mbl.is