82 brautskráðust frá FG

Dagný Rósa og Unnur Hlíf dúxuðu.
Dagný Rósa og Unnur Hlíf dúxuðu. Ljósmynd/Gunnar H. Ársælsson

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ útskrifaði 82 nemendur, þar af 80 með stúdentspróf, við hátíðlega athöfn í gær.

Þær Dagný Rósa Vignisdóttir og Unnur Hlíf Rúnarsdóttir báru af og útskrifuðust af listnámsbraut með 9,2 í meðaleinkunn, auk þess sem þær hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur í einstökum greinum.

Alls útskrifuðust sautján nemendur af listnámsbraut, fjórtán af náttúrufræðabraut, þrettán af félagsfræðabraut, tólf af alþjóðabraut, tólf af viðskipta- og hagfræðibraut, átta af íþróttabraut og fjórir af hönnunar- og markaðsbraut. Þá útskrifaðist einn af menntabraut og einn af framhaldsskólabraut.

mbl.is