FÁ útskrifar 102 nemendur

Dúx skólans á haustönn 2018 er Sigurður Arnór Sigurðsson, stúdent …
Dúx skólans á haustönn 2018 er Sigurður Arnór Sigurðsson, stúdent af félagsfræðabraut. Ljósmynd/Aðsend

Hundrað og tveir nemendur voru brautskráðir frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla í dag. Þar af voru  71 stúdent, 19 með viðbótarnám til stúdentsprófs,fjórir af læknaritarabraut, fimm af heilbrigðisritarabraut, tíu heilsunuddarar, níu af námsbraut fyrir sótthreinsitækna.  Af nýsköpunar- og listabraut útskrifuðust þrír nemendur.

Dúx skólans á haustönn 2018 er Sigurður Arnór Sigurðsson, stúdent af félagsfræðabraut, með meðaleinkunnina 8,62. Hann hlaut einnig verðlaun fyrir góðan árangur í sálfræði, félagsfræði, þýsku og fyrir ástundun og mætingu.

mbl.is