Fleiri skýrslur vegna framúrkeyrslu

Verkefnið við Mathöllina á Hlemmi átti upphaflega að kosta 107 …
Verkefnið við Mathöllina á Hlemmi átti upphaflega að kosta 107 milljónir en kostaði á endanum 308 milljónir. mbl.is/Árni Sæberg

Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skilar á næstunni skýrslu um fjögur verkefni sem fóru mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Verkefnin sem um ræðir eru Sundhöll Reykjavíkur, Mathöllin á Hlemmi, hjólastígar á Grensásvegi og Vesturbæjarskóli.

Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV.

Innri endurskoðun skilaði í gær skýrslu um braggann í Nauthólsvík. Hann átti upphaflega að kosta 158 milljónir króna en kostnaður er nú kominn í 425 milljónir.

Greint er frá því að breytingar á Sundhöllinni hafi átti að kosta 1300 milljónir en þær hafi kostað 1.650 milljónir. Enn á eftir að gera endurbætur á kvennaklefum fyrir rúmar 100 milljónir.

Verkefnið við Mathöllina á Hlemmi átti upphaflega að kosta 107 milljónir en kostaði á endanum 308 milljónir. Þá hafi kostnaður við þrengingu og gerð hjólastíga á Grensásvegi farið 30 milljónum fram úr áætlun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert