Reynt að hraða opnun Landeyjahafnar

Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjarhöfn.
Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjarhöfn. mbl.is/RAX

Vegagerðin hefur boðið út viðbótardýpkun í Landeyjahöfn í febrúar næstkomandi. Tilgangurinn er að reyna að fá annan verktaka til að dýpka með Björgun hf. í vetur þannig að hægt sé að flýta opnun hafnarinnar.

Vegagerðin samdi við Björgun um dýpkun í og við Landeyjahöfn næstu þrjú árin. Ætlunin er að dæla upp 300 þúsund rúmmetrum á ári, aðallega á vorin. Er það minni dýpkun en þurft hefur að ráðast í undanfarin ár. Ástæðan er sú að gert er ráð fyrir því að hægt verði að halda dýpi hafnarinnar sjálfrar nægjanlegu fyrir nýju ferjuna, með dýpkunarbúnaði í landi.

Vegagerðin hefur nú boðið út 100 þúsund rúmmetra dýpkun til viðbótar sem ætlunin er að verið unnið að í febrúar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert