Fer í metnaðinn eins og Clark Griswold

Hrólfur náði ekki að loka bílnum eftir að hann kom …
Hrólfur náði ekki að loka bílnum eftir að hann kom trénu þangað inn. mbl.is/Jóhann

„Ég held að það sé þrír metrar,“ segir Hrólfur Karl Cela, þegar blaðamaður forvitnast um stærðina á risastóru jólatré sem hann er nýbúinn að kaupa hjá Flugbjörgunarsveitinni við Öskjuhlíð í dag.

Hrólfur gat ekki lokað skottinu á bílnum sem hann kom á en segist full viss um að hann komi trénu fyrir heima hjá sér.

Það er um að gera að skella sér á stærsta …
Það er um að gera að skella sér á stærsta tréð. mbl.is/Jóhann

„Ég er búinn að horfa á Griswold-fjölskylduna í Christmas Vacation á hverju ári frá því að ég var pínulítill þannig að maður þarf að fara í metnaðinn eins og Clark,“ segir Hrólfur en eins og mörgum er kunnugt um sagaði Clark Griswold fullstórt jólatré í jólamyndinni frægu.

Hjalti Björns­son, formaður Flug­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar í Reykja­vík, segir að það sé töluvert meiri sala á jólatrjám Flugbjörgunarsveitarinnar í ár heldur en á síðasta ári.

Hjalti Björns­son, formaður Flug­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar í Reykja­vík.
Hjalti Björns­son, formaður Flug­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar í Reykja­vík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það eru síðustu forvörð að kaupa jólatré,“ segir Hjalti og hefur lög að mæla; það styttist óðum í jólin. Hann segir björgunarsveitarfólk þakklátt viðskiptavinum en sala jólatrjáa er gríðarlega mikilvæg fjáröflun.

Áður hafði komið fram að normannsþinur og íslensk fura að stærðinni 1,5 til 2 metrar eru vinsælustu tegundir jólatrjáa hjá Íslendingum samkvæmt óvísindalegri könnun mbl.is.

Starfsfólk Flugbjörgunarsveitarinnar tekur á móti fólki með bros á vör.
Starfsfólk Flugbjörgunarsveitarinnar tekur á móti fólki með bros á vör. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert