Jólaskatan sögð baneitruð í ár

2018 er ár skötunnar og anna fisksalar vart eftirspurn, þar …
2018 er ár skötunnar og anna fisksalar vart eftirspurn, þar á meðal Sigfús Sigurðsson sem hóf nýlega eigin rekstur fiskverslunar. Kristján Berg fiskikóngur býst við að selja 40 prósentum meira af skötu en í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Skötusala fór mun fyrr af stað í ár en vanalega og hefur ekki selst eins mikið af skötu og í ár svo áratugum skiptir. Þetta segir Kristján Berg, sem einnig er þekktur undir heitinu Fiskikóngurinn.

„Fiskverslanir hafa ekki selt jafn mikið af skötu svo að ég muni og ég er búinn að vera 30 ár í þessum bransa,“ segir Kristján, en hann sér fram á hátt í 40 prósenta aukningu hjá sér milli ára. Fisksalar eiga erfitt með að skýra þetta óvænta skötuæði, en Kristján segir það ef til vill hafa áhrif að Þorláksmessu ber upp á sunnudag þetta árið og því margir sem ætla að bjóða til skötuveislu í heimahúsum.

„Það er búið að vera ótrúlega gott veður í haust og það eru náttúrlega kjöraðstæður fyrir kæsingu á skötu. Skatan kæsist best þegar það er fimm til átta gráðu hiti. Skatan er eiginlega baneitruð, hún hefur aldrei verið jafn kæst og í ár,“ segir Kristján fiskikóngur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert