Eldur í bifreið á Eyrarbakka

Eldur kom upp í bifreið á Eyrarbakk í gær.
Eldur kom upp í bifreið á Eyrarbakk í gær. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Eldur kom upp í lítilli sendibifreið á Eyrarbakka í gær og varð hann fljótt alelda. Var í fyrstu talin hætta á að eldurinn myndi breiðast út í nærliggjandi hús, en þegar slökkvilið kom á staðinn var ljóst að svo var ekki. Slökkviliðsmenn frá brunavörnum Árnessýslu sem komu á staðinn færðu hins vegar nærliggjandi bifreið í burtu sem talin var í nokkurri hættu.

Samkvæmt brunavörnum Árnessýslu gekk greiðlega að slökkva eldinn. Eldsupptök eru ókunn að en Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert