Snúa sér beint til íbúanna

Báðar leiðirnar sem nú eru til umræðu á Vestfjörðum sneiða …
Báðar leiðirnar sem nú eru til umræðu á Vestfjörðum sneiða hjá hálsunum svonefndu, Ódrjúgshálsi og Hjallahálsi, sem eru farartálmar mbl.is/Helgi Bjarnason

„Mér finnst aðeins eins og verið sé að ráðast gegn okkur í sveitarstjórn en þó ekkert alvarlega. Þeim er alveg frjálst að álykta eins og þau vilja og okkur er frjálst að velja þá leið sem við viljum,“ segir Ingimar Ingimarsson, oddviti sveitarstjórnar Reykhólahrepps.

Leitað var álits hans á ákalli sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórnar Vesturbyggðar til íbúa Reykhólahrepps um áframhaldandi samstöðu um láglendisveg út úr fjórðungnum samkvæmt leið ÞH sem fer um Teigsskóg.

„Okkur hefur fundist af umfjöllun síðustu daga að R-leiðin verði fyrir valinu hjá sveitarstjórn Reykhólahrepps. Við erum ekki sannfærð um að það sé endilega vilji fólksins sem sem býr í hreppnum og höfum raunar heyrt ólík viðhorf,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, um ástæður ákallsins sem birt er á heimasíðum sveitarfélaganna, einnig á vef Reykhólahrepps. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag lýsir hún þeirri skoðun sinni að eðlilegt sé að kjörnir fulltrúar fólksins í Reykhólahreppi endurspegli viðhorf íbúa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert