Opnun verslana og veitingastaða í dag

Eftir bestu vitund blaðamanna mbl.is eru hið minnsta tveir veitingastaðir …
Eftir bestu vitund blaðamanna mbl.is eru hið minnsta tveir veitingastaðir í miðborg Reykjavíkur opnir í dag. mbl.is/​Hari

Svangir landsmenn þurfa ekki að örvænta þó að í dag sé jóladagur, en nokkrar verslanir og veitingastaðir halda dyrum sínum opnum á þessum stórhátíðardegi.

Pétursbúð á Ránargötu stendur opin til klukkan 17 í dag, auk þess sem nokkur útibú Krambúðarinnar verða opin til klukkan 18. Þau sem átta sig síðar á því að grænu baunirnar vantar með hangikjötinu geta síðan skroppið í Álfheima þar sem verslunin Álfheimar stendur opin til klukkan 22.

Verslanir með sólarhringsafgreiðslutíma, svo sem Nettó, Iceland, Hagkaup og 10-11, opna á miðnætti.

Eftir bestu vitund blaðamanna mbl.is eru hið minnsta þrír veitingastaðir í miðborg Reykjavíkur opnir í dag, en það eru Mandi í Veltusundi, Ramen Momo á Tryggvagötu og Hi Noodle á Frakkastíg.

Hafi lesendur vitneskju um fleiri verslanir eða veitingastaði sem opin eru í dag, jóladag, tekur mbl.is við ábendingum á netfangið netfrett@mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert