Á fimmta hundrað manns í aftansöngnum

Mikið annríki hefur verið hjá kór Dómkirkjunnar yfir hátíðarnar. Helgihald …
Mikið annríki hefur verið hjá kór Dómkirkjunnar yfir hátíðarnar. Helgihald fór fram á aðfangadag, jóladag og annan í jólum, en aðsóknin var mest á aðfangadag eins og vant er. mbl.is/Árni Sæberg

Á hverju ári mætir fjöldi manns í aftansöng í Dómkirkjunni í Reykjavík á aðfangadag og í ár var kirkjan smekkfull að vanda, að sögn Sveins Valgeirssonar, sóknarprests í Dómkirkjusókn.

Messunni var útvarpað í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu en þeirri hefð hefur verið haldið frá árinu 1931.

„Margir reyna að ná að minnsta kosti einni messu yfir hátíðarnar,“ segir Sveinn. Hann segir að á jóladag hafi mun færri mætt í messuna, sem hófst klukkan 11 en ekki klukkan 2 eins og í flestum öðrum kirkjum. Einnig mættu mun færri í messu annan í jólum en sem betur fer lifir hefðin að sögn Sveins.

Akureyrarkirkja var sneisafull klukkan 6 á aðfangadagskvöld og var einnig vel mætt í messu á jóladag, að því er fram kemur í umfjöllun um kirkjusókn um hátíðarnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert