Áramótaspáin eins og best verður á kosið

Vel mun viðra til flugeldaskota á gamlárskvöld.
Vel mun viðra til flugeldaskota á gamlárskvöld. mbl.is/​Hari

Áramótaveðrið verður með ágætum víðast hvar á landinu og viðrar vel til flugeldaskota. Daníel Þorláksson veðurfræðingur segir að spáin sé eins góð og best verður á kosið, ekki of mikill vindur en þó ekki algert logn enda þurfi smágolu til að bægja menguninni frá.

Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir léttskýjuðu veðri án úrkomu og frosti á bilinu tvö til sjö stig.

Í Morgunblaðinu í dag er að finna kort yfir þær 16 áramótabrennur sem verða á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld.

Flugeldasala hefst á morgun og verða nýjungar hjá Landsbjörg í ár í tilefni af 90 ára afmæli björgunarstarfs á Íslandi. Tvenns konar afmælistertur verða til sölu. Þá býðst fólki að „skjóta rótum“ með því að kaupa græðlinga til gróðursetningar í Áramótaskógi Landsbjargar í grennd Þorlákshafnar.

Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg segir að verkefnið sé hugsað fyrir þá sem langi til þess að styðja við björgunarsveitirnar en hafi ekki áhuga á flugeldum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert