Brúin „langt frá því“ að vera ásættanleg

Brúin yfir Núpsvötn þykir vera langt frá því að vera ...
Brúin yfir Núpsvötn þykir vera langt frá því að vera ásættanleg. Ljósmynd/Aðsend

Flest slys á einbreiðum brúm á Íslandi hafa orðið á brúnni yfir Núpsvötn og eru þau orðin fjórtán talsins frá árinu 2000, þar af eru tvö alvarleg. Hvorki brúin né vegrið hennar uppfylla nýjustu staðla segir forstöðumaður hönnunardeildar hjá Vegagerðinni í samtali við mbl.is.

Ungt barn og tveir fullorðnir létust í bílslysi í morgun þegar jeppi fór í gegnum vegriðið á brúnni yfir Núpsvötn og lenti á áraurunum fyrir neðan hana. Fjórir til viðbótar voru fluttir með þyrlum alvarlega slasaðir á sjúkrahús.

„Þetta er annað alvarlega slysið af fjórtan frá árinu 2000. Það voru þrettán slys og eitt af þeim alvarlegt. Frá því að menn fóru að taka þetta saman formlega frá árinu 2000 þá eru flest slys á þessari brú af einbreiðum brúm,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is.

Af þessum fjórtan slysum frá árinu 2000 hafa átta þeirra orðið frá árinu 2015. Guðmundur segir að þetta hafi verið skoðað og verði gert áfram.

Stálplötur eiga að draga úr hálku

„Við höfum haft þetta til hliðsjónar í forgangi við breikkun á einbreiðum brúm. Það er verið að horfa á þessa brú sem aðal brúna. Ég hugsa að þetta sé eina brúin með fleiri en tíu slys,“ segir Guðmundur.

Orsök slyssins er ókunn á þessari stundu og óvíst hvort hálka hafi verið á þessum slóðum þegar slysið átti sér stað. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að brúargólfið var þakið með stálplötum sem geta verið sleipar þegar blautt er eða rakt er í lofti. Guðmundur segir það ekki algengt að stálplötur séu notaðar en brúin sé timburbrú og slitlag á slíkum brúm sé verndað með slíkum stálplötum.

„Þegar umferðin er orðin svona mikil og það er hálka líka þá hefur þetta [stálplötur í brúargólfi] verið talið minnka líkurnar á hálku að setja svona járnplötur eða járnmottur,“ útskýrir Guðmundur og bætir því við að þær geti þó orðið erfiðar í mikilli umferð.

Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar hjá Vegagerðinni.
Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar hjá Vegagerðinni. Ljósmynd/Aðsend

„En ég held það sé skárra en þegar það er bara notað timbur. Timbrið verður mjög hált og þegar það er blautt eru járnplötur betri. En það er ekki jafn gott og malbikið.“

Ásættanlegt fyrir 50 árum

Guðmundur segir brúarsmíðina ekki uppfylla nýjustu staðla og að hún sé ekki ásættanleg miðað við umferðarþunga í dag. „Þetta þótti ásættanlegt fyrir 40 til 50 árum þegar umferð var rosalega lítil,“ segir hann og spurður hvort það teljist ásættanlegt í dag segir hann:

„Nei langt frá því enda erum við að reyna skipta þessu út. Umferðarþróun hefur verið svo rosalega hröð núna á síðustu 5 árum og við höfum engan veginn náð að fylgja henni eftir.“

Vegrið uppfyllir ekki nútíma kröfur

Þá uppfylla vegriðin á brúnni ekki kröfur sem gerðar eru í nútímanum enda orðin hátt í 40 til 50 ára gömul.

„Vegriðin eru ekki miðað við nýjustu staðla á þessari brú og eldri brúm. En þau ættu almennt að halda fólksbíl inni á brúnni,“ útskýrir Guðmundur og bætir við: „Í dag eru vegrið bæði sterkari og hærri en flest vegrið af þessari týpu ættu að halda fólksbílum inni á brúnni ef allt er eins og það á að vera.“

Þá segir hann að það séu ekki mörg tilfelli þar sem bílar hafa farið í gegnum vegrið sem slíkt. Vegagerðinni er ekki kunnugt um að ástandi þess hafi verið ábótavant.

mbl.is

Innlent »

17 er fyrir ömmu og afa

14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »

Loksins snjór

14:22 Jólasnjórinn kom seint þennan veturinn í Reykjavík en í dag snjóaði hressilega á öllu Suðvesturlandinu mörgum til ánægju. Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni enda hálka og krapi víða. Meira »

Kennarar bera kerfið uppi

13:27 Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Meira »

Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

12:07 Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu. Meira »

Hálka og snjókoma

12:02 Hálka er á Reykjanesbraut og mjög mikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla biður fólk um að fara varlega en snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi. Meira »

Sólveig bæjarlistamaður Seltjarnarness

10:43 Sólveig Pálsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnaness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness í gær. Þetta er í 23. sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem rithöfundur hlýtur þennan heiður. Meira »

Mikið traust nemenda til kennara

09:50 Um 90% nemenda líður vel og flestir bera mikið traust til kennara, samkvæmt rannsókn um líðan grunnskólanema. Menntamálaráðherra segir ánægjulegt að sjá hve mikið traust nemendur beri til kennara sinna. Meira »

Ég er aftur lifandi!

09:30 Hjördís Árnadóttir vaknaði slöpp að morgni 17. júní 2011 og um kvöldið var henni vart hugað líf. Meinið var svæsin sýklasótt út frá sýkingu í eggjastokk sem þurfti að fjarlægja. Leiðin til heilsu var löng og ströng og 2 mánuðum eftir áfallið þurfti að fjarlægja báða fætur neðan við miðjan sköflung. Meira »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra-hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »

Mikið leitað um Ísland á Google

07:37 Áhugi á Íslandi fer stöðugt vaxandi, ef marka má fjölda leita á vefsvæðinu Google. Alls var þar leitað 27 milljón sinnum að hótelum og gistingu á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Meira »

Kalt loft þvingar sér yfir landið

07:19 Nú í morgunsárið nálgast kuldaskil landið úr vestri. Þessi skil eru afskaplega skörp og um miðjan morgun kemur mun kaldara loft til okkar, fyrst á vestanverðu landinu. Þetta kalda loft þvingar sér yfir landið til austurs og mun því hlýna alls staðar áður en kólnar aftur. Meira »

Segir sögurnar uppspuna

06:42 Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu. Meira »

Ágreiningur um vinnutíma

05:30 Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma. Meira »

Ekki ástæða fyrir frekari veikingu

05:30 Engin sérstök ástæða er til að búast við meiri veikingu íslensku krónunnar, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Meira »

Fleiri duftker jarðsett en kistur

05:30 Þeim fjölgar sífellt sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar útfarar. Í fyrra voru í fyrsta sinn fleiri duftker jarðsett hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma en hefðbundnar kistur. Meira »

Of víðtæk friðlýsing

05:30 Orkustofnun telur að útmörk á fyrirhuguðu friðlýstu svæði á Reykjatorfunni fyrir ofan Hveragerði séu algerlega óraunhæf og svæðið of víðtækt í og kringum Reykjadal, að teknu tilliti til varmaorkuhagsmuna íbúa í Hveragerði og Ölfusi, nema að ætlunin sé að setja því sérstaka friðlýsingarskilmála er leyfðu orkurannsóknir og sjálfbæra orkuvinnslu innan þess svæðis. Meira »
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...
Sjónvarpsskeinkur úr eik
Til sölu vel með farinn sjónvarpsskeinkur úr eik. L:240, D:58, H:53 Verð 20 þús....
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...