„Hræðilegt áfall“

Núpsvatnabrú.
Núpsvatnabrú. mbl.is/Sigurður Gunnarsson

Fjölskylda svilkvennanna tveggja og barnsins sem létust í slysinu við Núpsvötn segir í yfirlýsingu sinni að um „hræðilegt áfall“ hafi verið að ræða.  Fram kemur að þau séu „afar sorgmædd“ yfir því sem gerðist, að því er BBC greindi frá. 

„Banaslysið skammt frá Skaftafelli á Íslandi að morgni 27. desember 2018 hefur verið hræðilegt áfall fyrir alla fjölskylduna og vini. Indversk, bresk og íslensk yfirvöld hafa verið virkilega hjálpsöm og veitt viðeigandi stuðning,“ segir í yfirlýsingunni.

„Fjölskyldan okkar er afar sorgmædd og þess vegna biðjum við ykkur um að virða einkalíf okkar og veita okkur rými til að syrgja á þessum erfiðu tímum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert