Kvartað yfir óskýru hljóði í Ófærð

Frá tökum Ófærðar.
Frá tökum Ófærðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ófærð II, hóf göngu sína á RÚV, annan dag jóla. Á samfélagsmiðlum og manna í millum hefur verið kvartað yfir óskýru hljóði í fyrsta þætti.

„Við sannreyndum hljóðið vel og vandlega fyrir og eftir útsendingu, bæði hljóðblöndun og útsendingarstyrk og fundum ekkert athugavert. Með öðrum orðum þá er allt eins og það á að vera,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps, og bætir við að nær undantekningarlaust berist athugasemdir vegna hljóðs eða að samtöl heyrist ekki né skiljist nægjanlega vel þegar boðið er upp á leikið íslenskt efni.

„Það virðist sem fólk eigi erfiðara með að horfa á og skilja leikið efni án texta. Það sama gerist iðulega á Norðurlöndunum þegar boðið er upp á leikið norrænt efni án texta, þá berast reglulega athugasemdir vegna hljóðsins og að samtöl skiljist illa. DR hefur staðfest við okkur að þeir fái reglulega kvartanir yfir þessu í dönsku leiknu þáttaröðunum og þeirra skýring er að danskir áhorfendur séu einfaldlega óvanir því að horfa á leikið efni án texta, jafnvel þótt það sé á dönsku og eigi þar með að skiljast,“ segir Skarphéðinn og bendir á að hægt sé að velja íslenskan texta á bls 888 í textavarpinu og íslenskan texta í spilara RÚV.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert