Þætti betra ef nóg væri af búnaðinum

Brúin yfir Núpsvötn nú síðdegis.
Brúin yfir Núpsvötn nú síðdegis. mbl.is/Sigurður Gunnarsson

Aðkoman að banaslysinu við Núpsvötn í gær var æði ljót og tók á þá sem að komu. Björgunarsveitarfólk frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni hittist í gærkvöldi og fór yfir daginn með sálfræðingi og sambærilegur fundur fór fram á Vík í Mýrdal. Akkúrat ár var í gær liðið frá því að margt af þessu sama fólki kom á vettvang alvarlegs rútuslyss í Eldhrauni, skammt frá Kirkjubæjarklaustri.

„Þetta var bara svona umræðufundur um hlutina, sem ég held bara að hafi gert öllum gott,“ segir Björn Helgi Snorrason björgunarsveitarmaður frá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri í samtali við mbl.is, en hann var á meðal þeirra fyrstu á vettvang þessa hörmulega slyss.

„Ég tók bara minn bíl og fór beint austur úr. Ég er á næsta byggða bóli við þetta, ætli ég sé ekki bara sjö kílómetra sirka í burtu,“ segir Björn Helgi, en þegar hann kom á slysstað voru nágrannar hans, sem eru sjúkraflutningafólk, þegar komin á staðinn og byrjuð að veita þeim voru komin út úr bílnum fyrstu hjálp. Björn Helgi segir að þeir farþegar sem á annað borð voru á lífi, hafi verið með meðvitund á slysstað.

Björn segir að hann sé ekki, frekar en flestir björgunarsveitarmenn, með þjálfun í að koma að svona slysum. „En maður biður bara um fyrirmæli, hvað sé best að maður geri.“

Björn Helgi Snorrason björgunarsveitarmaður var á meðal þeirra fyrstu á ...
Björn Helgi Snorrason björgunarsveitarmaður var á meðal þeirra fyrstu á slysstað í gær. Ljósmynd/Aðsend

Brýn þörf fyrir betri búnað

Hann segir að þetta slys, sem og rútuslysið alvarlega fyrir ári síðan, þar sem rúta með á fimmta tug ferðamanna fór út af veginum, einn lést og margir slösuðust alvarlega, sýni hve knýjandi þörfin sé fyrir það að björgunarsveitin og aðrir viðbragðsaðilar á svæðinu búi yfir besta mögulega búnaði. Björn Helgi segir að meðal annars fleiri vanti grjónadýnur fyrir björgunarsveitina, sveitin eigi einungis eina en mætti að ósekju eiga þrjár eða fjórar, þar sem um gríðarlega sniðugan búnað sé að ræða.

Auk þess segir Björn að bæta ætti við einum sjúkrabíl til viðbótar á Kirkjubæjarklaustri, en þar er einungis einn slíkur til taks sem þjónar stóru svæði. Þá er tækjabíll slökkviliðsins á Kirkjubæjarklaustri orðinn gamall, en hann er 1984 árgerð, að sögn Björns.

„Það þarf einhvern veginn að útvega fjármagn í að hérna sé meiri búnaður til staðar, það er bara þannig. Það eru gríðarlega margir sem fara hérna um og vegalengdirnar eru svo miklar. Það má eiginlega ekkert vanta. Það líður töluverður tími þangað til að þyrlurnar koma og þá þurfum við, þetta fáa fólk sem er hér í þessari viðbragðsstöðu að hafa aðgang að góðum búnaði,“ segir Björn Helgi.

Umferð hefur aukist gríðarlega um Suðurlandsveg á undanförnum árum og mörg slys hafa orðið. „Þetta var bara einn Land Cruiser-jeppi af öllum þessum aragrúa bíla sem fara hér um. Svona slys munu halda áfram að gerast jafnvel þó við bætum vegina. Vonandi verða þau sem fæst, en við getum ekki reiknað með öðru með allan þennan umferðarþunga en að það gerist eitthvað öðru hvoru,“ segir Björn Helgi.

Mögulega ísing á brúnni

Hann segir erfitt að átta sig á því hvernig þetta slys hafi getað borið að, en samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi virðist bifreið bresku ferðamannanna hafa snúist á brúnni með þeim afleiðingum að hún fór upp á vegrið brúarinnar hægra megin og hafi svo runnið eftir því nokkra vegalengd áður en bíllinn hrapaði niður á áraurana fyrir neðan brúna.

Töluverður tími getur liðið þar til þyrlur Landhelgisgæslunnar koma á ...
Töluverður tími getur liðið þar til þyrlur Landhelgisgæslunnar koma á vettvang og því er þörf á því að þeir sem fyrstir mæta á slysstað séu búnir eins góðum búnaði og mögulegt er, segir Björn Helgi. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er svona dálítið skrítið hvernig þetta hefur borið að, maður skilur það ekki alveg í fljótu bragði,“ segir Björn Helgi, sem varð sjálfur ekki var við hálku á veginum er hann brunaði á slysstað. Þó útilokar hann ekki að mögulega hafi ísing verið á brúnni sjálfri, sem klædd er með stálplötum. Hitastigið hafi verið þannig að ísing gæti hafa myndast.

Brúin yfir Núpsvötn er komin til ára sinna og er hún lengsta einbreiða brúin í vegakerfinu, 420 metrar að lengd. Björn segir að ljóst sé að þessi brú sé ekki ásættanleg til lengri tíma.

„Þessi brú er vissulega svolítið hættuleg og það er búið að vera svolítið mikið um óhöpp á henni. Auðvitað höfum við öll áhyggjur af þessu og myndum vilja sjá framkvæmdir til bóta. Það ætti að draga verulega úr svona uppákomum, þó að það sé auðvitað erfitt að koma algjörlega í veg fyrir svona. Ég á ekki von á því að það sé hægt,“ segir Björn Helgi, sem segir að á þeim forsendum þurfi búnaður þeirra sem mæta fyrstir á vettvang á þessu svæði að vera í topplagi og fyrsta flokks.

„Vegalengdirnar eru svo gríðarlega langar hérna. Margt af því fólki sem er að bregðast við slysum sem þessu hér ekki með neina þjálfun í þessu, þó að það sé þrautþjálfað fólk inn á milli. Það væri því betra ef að það væri nóg af búnaðinum.“

Ljósmynd/Adolf Ingi Erlingsson
mbl.is

Innlent »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son, lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameins tilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

Í gær, 19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

Í gær, 18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »

Stöðvuðu kannabisrækt í Kópavogi

Í gær, 18:33 Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð lögreglu í Grafarholti um ellefuleytið í morgun vegna erlendra verkamanna sem voru þar í vinnu án allra réttinda. Þá stöðvaði lögregla kannabisræktun í Kópavogi. Meira »

Fatlaður drengur rekinn eftir tvo daga

Í gær, 18:08 Freyr Vilmundarson er fatlaður drengur sem var rekinn úr sérdeild Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir fötluð börn eftir aðeins tvo daga í námi. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn. Meira »

„Ekki margar konur úr að velja“

Í gær, 17:59 „Hann hefur sagst ætla að gera tillögu innan þingflokksins, en ómögulegt a segja hver hún verður,“ svarar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er blaðamaður spyr hvort hægt sé að spá fyrir hver tillaga Bjarna Benediktssonar verður um skipun nýs dómsmálaráðherra. Meira »

Opna netverslun fyrir íslenskan fisk

Í gær, 17:21 Captain's Box hyggst selja hágæða sjávarafurðir í áskrift og senda vítt og breitt um Bandaríkin í umhverfisvænum umbúðum sem halda fiskinum köldum. Meira »

Ólík tíðni banaslysa í umferðinni

Í gær, 17:07 Sviðsljós Tíðni banaslysa í umferðinni í Evrópu er afar misjöfn eftir löndum samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins á fjölda þeirra sem létust í umferðinni í 32 Evrópulöndum á árinu 2017. Meira »

Hlé gert á formlegri leit að sinni

Í gær, 16:47 Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn 10. ágúst. Áfram verður fylgst með vatninu, en komi ekkert nýtt upp verða bakkar þess gengnir að þremur til fjórum vikum liðnum. Meira »

Skora á Katrínu að lýsa yfir neyðarástandi

Í gær, 16:39 Píratahreyfingin tekur undir áskorun helstu náttúruverndarsamtaka landsins og skorar á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Meira »

Hvetur Breta til EES-aðildar

Í gær, 16:34 „Ég efast ekki um að Bretlandi mun farna vel eftir útgöngu úr Evrópusambandinu, hvort sem það er með samningi eða ekki,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og leggur til að Bretland gangi tímabundið í EES í aðsendri grein sem birt hefur verið á vef Spectator í Bretlandi. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir h...
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...