Styttri vinnutími og ódýrari íbúðir

Ódýrar er að byggja á nýju landi en á þéttingarreitum.
Ódýrar er að byggja á nýju landi en á þéttingarreitum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Búist er við að kröfur verkalýðsfélaga um mikla styttingu vinnutímans án launaskerðingar verði meðal flóknustu úrlausnarefna í kjaraviðræðunum á almenna vinnumarkaðnum.

Nýlegar launakannanir stéttarfélaga sýna að heildarvinnutími tugþúsunda félagsmanna er að meðaltali 45 til 48 stundir á viku og vinnuvika fjölmennra hópa er 50 til 60 klukkustunda löng.

Fyrsti sáttafundurinn í kjaradeilu Eflingar, VLFA og VR með Samtökum atvinnulífsins fer fram í dag en reiknað er með að kjaraviðræðurnar fari í gang af fullum þunga fljótlega upp úr áramótum. Þá losna 82 samningar. Ríkissáttasemjari mun snemma á nýja árinu kynna til sögunnar um tíu manna hóp verktaka sem munu aðstoða embættið.

Fram hefur komið í kjaraviðræðunum að uppsöfnuð þörf sé fyrir 5-8 þúsund hagkvæmar íbúðir.

Pétur Ármannsson arkitekt fór yfir sögu félagslegs húsnæðis á fundi með Eflingu. Hann segir að til að leysa þessi mál hratt og vel þurfi að fá ónumið land. Dýrara sé að byggja á þéttingarreitum.

Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir könnun benda til að rúmlega helmingur leigjenda eigi minna en 5 milljónir í eigin fé. Miðað við lánareglur dugi það til að kaupa íbúð á 25 milljónir. Slíkar íbúðir séu hins vegar ekki til.

Síðustu ár hafi verið reynt að stuðla að meira framboði ódýrari nýrra íbúða en með takmörkuðum árangri. Til að dæmið gangi upp þurfi milligjöf einhvers staðar frá, svo sem húsnæðisstyrki, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert