Segir mikilvægast að vinna saman

Núpsvötn.
Núpsvötn. mbl.is/Sigurður Gunnarsson

„Við komu var nokkuð ljóst að um umfangsmikið slys væri að ræða. Maður var sleginn til að byrja með, en fljótur að fara af stað með þá vinnu sem þurfti að hefja,“ segir Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur. Auðbjörg var með þeim fyrstu á vettvang þegar Toyota Land-Cruiser jeppi fór í gegnum vegrið á brúnni Súlu yfir Núpsvötnum í fyrradag með þeim afleiðingum að 3 létust og 4 slösuðust.

Auðbjörg var einnig fyrsti viðbragðsaðilinn á vettvang þegar rúta með erlendum ferðamönnum valt skammt frá Kirkjubæjarklaustri í lok síðasta árs. 44 ferðamenn voru um borð í rútunni og létust 2.

„Í fyrra var líka ljóst að um alvarlegt slys væri að ræða, margir slasaðir og mikil ringulreið. Það var strax í upphafi ljóst að umfang verkefnisins væri stórt og mikið og kannski yfirþyrmandi í byrjun.“

Frá vettvangi rútuslyssins sem varð í fyrra.
Frá vettvangi rútuslyssins sem varð í fyrra. Ljósmynd/Landsbjörg

Auðbjörg segir erfitt að segja til um það hvort að tildrög slyssins tengist á einhvern hátt ástandi brúarinnar.

„Þessi brú er þröng og hún er mjög löng. Maður reynir að fara gætilega inn á hana því maður gæti kannski búist við einhverri ísingu eða slíku. Hvort að erlendir ferðamenn eða þeir sem eru óvanir akstri hérna innanlands undirbúi sig nægilega vel fyrir að fara yfir svona brú veit ég ekki, hvort þeir þekki þetta hreinlega eða geri sér grein fyrir þessu.“

Gengur vel ef fólk vinnur saman 

Aðspurð segir Auðbjörg það vera ákjósanlegra ef fleira heilbrigðismenntað fólk gæti verið í viðbragðsstöðu á landsbyggðinni, en að dugnaður og reynsla björgunaraðila bæti upp fyrir mögulegan skort á fólki.  

„Við búum vel að góðum hópi af velviljugum sjálfboðaliðum sem eru hoknir af reynslu og eftir hvert atvik eða slys sem við vinnum saman að fara allir með mikilvæga reynslu með sér sem nýtist í næsta útkalli og í kjölfarið myndast einhverskonar seigla sem að hjálpar fólki að vinna saman og takast á við þessar aðstæður sem skapast annað slagið.

„Vissulega væri gott að efla menntun og við höfum reynt að gera það en í fámenni er það snúnara og kannski hægara sagt en gert.“

Þyrlur Landhelgisgæslunnar fluttu slasaða á bráðamóttökuna í Fossvogi í Reykjavík.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar fluttu slasaða á bráðamóttökuna í Fossvogi í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Þá bendir Auðbjörg einnig á að viðbragð við alvarlegum umferðaslysum snýr að mörgum aðilum og að erfiðara sé að halda uppi ákveðinni þjónustu á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta snýr ekki einungis að heilbrigðisþjónustunni þegar svona slys verða heldur líka til dæmis slökkviliði, lögreglu og björgunarsveitum. Litlar sveitir eiga örugglega fullt í fangi með að reka slökkvilið. Á litlum stöðum eru til dæmis ekki burðir til að taka fastar vaktir, menn bara koma á hugsjóninni einni.

„Við reynum að vinna vel úr stöðunni og það hefur skilað sér. Sameiginlega, þegar allir leggjast á eitt, þá geta menn unnið vel og skilað sínu.“

Mikilvægt að nýta reynsluna

Aðspurð segir Auðbjörg viðbragðsaðila á svæðinu vinna vel úr þeim lærdómi sem draga megi af slysum eins og því sem varð í fyrradag svo að hámarka megi aðstoð og samvinnu þegar kallið kemur næst.

„Minni vinnu er nú lokið að sinni og við höldum bara áfram að undirbúa okkur og vinna úr þessu máli. Við höfum haft það að venju að halda rýnifundi, skoða hvað megi betur fara og hvað var gott. Þetta er allt með það að markmiði að styrkja sig fyrir næsta atburð.“

mbl.is

Innlent »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

09:53 Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »

Hamsturinn kominn heim

08:28 Hamstur, sem lenti í átökum við kött í Reykjanesbæ í fyrradag, er kominn í hendur eiganda síns. Þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum frá á facebooksíðu sinni. Meira »

Fuglalífið blómstrar í borginni í sumar

08:18 Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er fuglalífið engin undantekning. Víða eru komnir ungar og þeir sem fyrst komust á legg í vor eru löngu orðnir fleygir. Meira »

Hvött til að stofna nýtt framboð

08:01 „Ég ætla ekki að fara í opinber rifrildi við fyrrum samstarfsfólk,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda flokksins, á facebooksíðu sinni. Meira »

625 nemendur í skóla fyrir 450

07:57 Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, hafa óskað eftir aukafundi í ráðinu sem fyrst vegna málefna Norðlingaskóla og annarra skóla þar sem stefnir í að skólastarf verði í uppnámi við skólabyrjun í haust. Meira »

Átti í ágreiningi vopnaður hnífi

07:42 Horfa þurfti í ýmis horn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt. Í mörgum tilfellum vegna einstaklinga undir áhrifum vímuefna. Meira »

Drottningin langa bakkaði að bryggjunni

07:37 Það fjölgaði mjög í höfuðborginni í gærmorgun þegar farþegar skemmtiferðaskipsins Queen Mary 2 stigu frá borði og lögðu af stað í skoðunarferðir. Farþegarnir eru alls 2.630 og fóru þeir flestir í skipulagðar ferðir. Meira »

Eignarhaldið virðist vera á huldu

07:30 Hér um bil 60 jarðir á Íslandi eru komnar í eigu erlendra fjárfesta og viðskiptafélaga þeirra. Talningin byggist á fasteignaskrá og fréttum og gæti talan verið hærri. Með kaupunum hafa fjárfestarnir eignast stór svæði í nokkrum landshlutum og tilheyrandi veiðiréttindi. Meira »

Loftrýmisgæsla NATO hefst á ný

05:30 Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar bandaríska flughersins.  Meira »

Nú hillir undir byggingu ódýrari íbúða

05:30 Sex aðilar hyggjast hefja byggingu á ódýrari íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á næstunni, ef áform og fjármögnun ganga eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ákvörðunin kemur á óvart

05:30 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), kom af fjöllum spurð hvort það setti ekki þrýsting á SÍS að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að greiða öllum starfsmönnum sínum 105 þúsund króna eingreiðslu 1. ágúst, vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga. Meira »

Útboð vegna Stjórnarráðslóðar stendur

05:30 Minjastofnun Íslands fékk í síðustu viku umsókn um rannsóknarleyfi á Stjórnarráðsreitnum frá VG-fornleifarannsóknum, sem eru undirverktaki hjá Hellum og lögnum ehf. sem buðu lægst. Meira »

Orkupakkamálið líklegasta skýringin

05:30 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 19%. Er þetta minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í könnun MMR til þessa. Meira »

Leki á tveimur stöðum á Seltjörn

05:30 Leki kom upp á tveimur stöðum á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi sem vígt var í febrúar. Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, félags á vegum ríkisins sem rekur Seltjörn, segir að aðeins sé um smit að ræða sem sé óverulegt og trufli ekki starfsemina. Meira »

Bræðurnir vissu ekki hvor af öðrum

05:30 Natan Dagur Berndsen, 10 ára íslenskur strákur, hitti hálfbróður sinn, Isak Ahlgren, í fyrsta sinn í Svíþjóð í fyrradag. Natan Dagur, Isak og 10 ára drengur í Danmörku eru allir getnir með gjafasæði sama manns. Meira »

Fjölmenn skötumessa

Í gær, 23:12 „Þetta var ótrúlega magnað, það hafa aldrei áður mætt svona margir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og frumkvöðull Skötumessunnar í Garðinum. Fjölmennasta Skötumessan til þessa var haldin á miðvikudagskvöld í Miðgarði Gerðaskóla. Meira »

Malbikunin gengið „gríðarlega vel“

Í gær, 22:32 Áætlað er að malbikun á Hellisheiði ljúki um kl. 4 í nótt og verður þá opnað fyrir alla umferð bæði til austurs og vesturs.   Meira »

Sér ekki eftir ákvörðunum Isavia

Í gær, 21:58 „Vélin er farin, ekki af því að við gerðum eitthvað rangt, heldur út af því að héraðsdómur úrskurðaði með röngum hætti,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia í samtali við mbl.is. Hann segist ekki sjá eftir þeim ákvörðunum sem Isavia hafi tekið í málinu. Meira »

Æðardúnninn sama gamla kókaínið

Í gær, 21:22 Bandarískur rithöfundur nokkur er allra manna meðvitaðastur um að góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hann slær því upp í blöðum æ ofan í æ, nú í Guardian, að íslenskur æðardúnn sé kókaín Íslendinga. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...