Stofnendurnir ótrúlega framsýnir

Guðbjörg segir FleXicut-lausnina, sem hún leiddi fyrir nokkrum árum, vera ...
Guðbjörg segir FleXicut-lausnina, sem hún leiddi fyrir nokkrum árum, vera æðislegt dæmi um sjálfvirknivæðingu. mbl.is/Eggert

Í sjávarútvegi erlendis er horft til Íslands þegar kemur að tæknivæðingu í veiðum og vinnslu. Þetta segir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, sem tók við stöðu framkvæmdastjóra Marels í september.

Í samtali við 200 mílur segir Guðbjörg ánægjulegt að sjá að sjávarútvegur hér á landi skapi sífellt meiri verðmæti, þrátt fyrir stöðugan afla. Hún segist fyrst hafa kynnst Íslenskum sjávarútvegi með almennilegum hætti þegar hún hóf störf við vöruþróun fiskvinnslubúnaðar hjá Marel.

„Ég fór að skilja betur hvað hann er verðmætur fyrir okkur sem þjóðfélag,“ segir Guðbjörg, en spurð hvort hún verði þess vör að samfélagið meti ekki sjávarútveg og tengdar greinar sem skyldi, miðað við þau verðmæti sem þar eru á ferð, nefnir hún dæmi um könnun sem Marel hefur látið gera um viðhorf hérlendis gagnvart fyrirtækinu.

„Í 98% tilvika er fólk jákvætt eða mjög jákvætt gagnvart Marel. En svo þegar spurt er hvers vegna, þá er viðkvæðið oft „fiskur“ eða „hugbúnaður“. Svarið verður einhvern veginn miklu óljósara. Fólk veit því greinilega að þetta skiptir máli en ég hugsa að það sé ekki endilega að kafa mikið dýpra,“ segir hún.

„Á sama tíma er ferðaþjónustan mjög áberandi og um leið áhrifin af vexti þeirrar greinar á samfélagið. Ég hugsa því að fólk sé almennt jákvætt gagnvart grósku í sjávarútvegi en hafi ekki endilega dýpri þekkingu en sem því nemur. Það er heldur ekki endilega auðvelt að tala um tækni og nýsköpun ýmiss konar. Það er ekki beinlínis umræða sem fólk stekkur inn í, enda er hún ef til vill ekki oft á nógu miklu mannamáli.“

Í fararbroddi í hvítfiskvinnslu

Guðbjörg segist finna að erlendur sjávarútvegur horfi til Íslands þegar kemur að tæknivæðingu í veiðum og vinnslu. „Hvítfiskvinnslan er til að mynda lengst komin hér á landi, miðað við vinnslur í öðrum löndum. Sú reynsla og þekking sem byggst hefur upp í hvítfiskinum nýtist síðan þegar litið er til vinnslu á annars konar sjávarafurðum,“ segir Guðbjörg. Þannig séu Íslendingar í fararbroddi í vinnslu á hvítfiski.

„Ég hugsa að það fari fáir í heiminum að vinna hvítfisk að ráði án þess að frétta hvað er að gerast á Íslandi. Sjávarútvegurinn hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir þjóðarhag Íslands, og hann stendur ennþá undir 40% af vöruútflutningi frá landinu.“

Verðmæti í tækni og þekkingu

Hluti af starfsemi Marels byggist á sjálfvirknivæðingu fiskvinnslu og bendir Guðbjörg á að víða sé þeirri tækni jafnan sýndur mikill áhugi, sérstaklega þar sem launakostnaður er hár.

Aðspurð segir hún að nýsköpunarumhverfið á Íslandi sé heilbrigt, og að svo virðist sem stjórnvöld séu sífellt meðvitaðari um mikilvægi nýsköpunar í heild. Marel finni fyrir miklum meðbyr og samtalið um nýsköpun hér á landi sé nokkuð jákvætt.

Þá finnist henni skemmtilegt að sjá, á sama tíma og útlit sé fyrir að aflamagn við Íslandsstrendur muni ekki endilega aukast á komandi árum, að sjávarútvegur hérlendis sé samt sem áður að skapa sífellt meiri verðmæti. Annars vegar með betri nýtingu afurða, með hjálp tækninnar, og hins vegar með útflutningi á sjálfri tækninni og þeirri þekkingu sem þar býr að baki.

„Og við eigum svo mikið inni. Þekkingin verður alltaf meira og meira virði. Það er svo ótrúlega víða sem sjálfvirknivæðingin á í raun enn eftir að eiga sér stað. Þannig er staðan í mörgum löndum í kringum okkur. Það bíður okkar því fjöldi tækifæra þar sem við lítum svo á að við eigum mikið fram að færa.“

Beingarður skorinn með vatni

Guðbjörg segir FleXicut-lausnina, sem hún leiddi fyrir nokkrum árum, vera æðislegt dæmi um sjálfvirknivæðingu.

„Í margar aldir hafa menn skorið beingarð úr fiskflaki með höndum. Og nú er það gert með vatni. Framleiðendur ná fram miklu betri nýtingu og það er miklu meira magn sem getur farið í gegnum vinnsluna. Þú þarft ekki að þjálfa starfsfólk í störf sem eru ekki eftirsótt. FleXicut er ótrúlega gott dæmi um hvað sjálfvirknivæðing getur haft mikið að segja.“ Spurð hvaða byltingu Marel muni næst leiða fram á sjónarsviðið bendir hún á nýjungar hjá fyrirtækinu á borð við að nota mikið magn miðlægra gagna til að spá um viðhald og varahlutaþörf tækja sem búið er að selja notendum.

„Hér áður fyrr gastu ef til vill fengið skýrslu frá hverju tæki fyrir sig að degi loknum, þegar gögnin voru búin að hlaðast upp. En núna, með hjálp 4G-nettækninnar og síðar 5G, þá geta allar upplýsingar flætt í rauntíma inn á skrifstofuna, þar sem vinna má með þær um leið. Þarna er Marel – með stærsta hugbúnaðarhús landsins – með ótrúleg tækifæri í höndunum.“

Framfarir í sjóntækni eru þá einnig í deiglunni, segir Guðbjörg. „Ef þú ætlar að sjálfvirknivæða, þá þarftu að sjá. Vélin getur ekki tekið ákvörðun um eitthvað upp úr þurru, hún þarf að geta séð hvað hún er að vinna með. Hérna er til dæmis hægt að nota gervigreind til að vinna úr upplýsingum sem koma frá myndavél, sem getur þannig tekið betri ákvarðanir í vinnslunni og með meiri áreiðanleika.“

Hanna fiskvinnslu framtíðar

Guðbjörg bendir loks á að í ár séu fjörutíu ár liðin síðan fyrsta rafeindavogin sem hönnuð var af stofnendum Marels leit dagsins ljós.

„Það er í raun ótrúlegt hvað þeir voru framsýnir og nútímalegir í hugsun, þar sem vogin safnaði einnig gögnum sem síðan voru notuð til að bæta vinnsluna, minnka sóun og auka virðið. Við höfum frá fyrsta degi horft á gögn sem uppsprettu virðisaukningar. Enn í dag byggjum við á þessum grunni, auk þess sem við erum að taka helstu tækninýjungar samtímans og færa þær í vélar fyrirtækisins,“ segir hún.

„Verkefnið er ærið og verðugt. Við erum að tryggja að matvæli séu framleidd á hagkvæman og sjálfbæran máta. Aðeins þannig getum við tryggt að nóg verði til þegar mannkynið verður tíu milljarðar árið 2025. Það er verkefnið fyrir fiskvinnslu framtíðarinnar og hana erum við að búa til í Marel, í samstarfi við viðskiptavini okkar.“

Viðtalið birtist fyrst í sjávarútvegsblaði 200 mílna, sem fylgdi Morgunblaðinu síðast þann 14. desember.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ingólfur ráðinn til Infront

Í gær, 23:21 Ingólfur Hannesson, sem eitt sinn var deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, hefur verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sviss. Meira »

Landsréttur hafnaði kröfum þingmanna

Í gær, 21:05 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur varðandi kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi vegna Klausturmálsins. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru Halldórsdóttur, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Heldur sögunni til haga

Í gær, 21:00 Tvær heimildarmyndir eftir Martein Sigurgeirsson voru frumsýndar fyrir skömmu. Önnur er um Skólahljómsveit Kópavogs og hin um sögu landsmóta Ungmennafélags Íslands á Suðurlandi sem fram hafa farið þar frá 1940. Meira »

Að þora að tala um tilfinningar

Í gær, 20:30 Samskipti barna og unglinga fara mikið fram í textaformi og með tjáknum eða myndum. Á námskeiði hjá Lovísu Maríu Emilsdóttur og Guðrúnu Katrínu Jóhannesdóttur æfa krakkar sig meðal annars í því að gera eitthvað saman án þess að það sé tæki á milli þeirra, sími, ipad eða tölva. Meira »

Eyða æfingasprengju á Ísafirði

Í gær, 20:27 „Þetta er sennilega æfingasprengja frá seinna stríði,“ segir Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands í samtali við mbl.is, en hann er að störfum á Ísafirði þar sem tilkynnt var um torkennilegan hlut sem fannst í grunni húss við Þvergötu. Meira »

Rannsaka óþekktan hlut á Ísafirði

Í gær, 19:20 Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslu Íslands hafa verið kallaðir til Ísafjarðar, eftir að húsráðandi þar í bæ tilkynnti lögreglu um óþekktan hlut sem hann fann við framkvæmdir í húsnæði sínu. Ekki liggur fyrir hvort um sprengju er að ræða eður ei, segir húsráðandi við mbl.is. Meira »

Fimmtíu íbúðir afhentar í lok febrúar

Í gær, 18:36 Verið er að leggja lokahönd á fimmtíu íbúðir í Bríetartúni 9-11 og til stendur að afhenda þær í lok febrúar. Meðalverð íbúðanna í byggingunum er 64 milljónir. Meira »

Mynduðu ökumenn við Reykjanesbraut

Í gær, 18:27 Lögregla myndaði í dag brot 31 ökumanns á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag, en lögregla fylgdist með ökutækjum sem óku Reykjanesbraut í norðurátt, til móts við Brunnhóla. Meira »

Sektaður vegna vændiskaupa

Í gær, 18:15 Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Vesturlandi var sektaður um 100.000 kr. í nóvember síðastliðnum vegna vændiskaupa. Þá hafði hann þegar beðist lausnar frá störfum sínum, en það gerði hann 1. júlí í fyrra. Frá þessu er greint á vef RÚV. Meira »

Bónorð í beinni á HM (myndskeið)

Í gær, 18:00 Skemmtilegt augnablik átti sér stað fyrir leik Íslands og Japans á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag þegar allra augu í stúkunni beindust að bónorði sem fram fór í beinni í Ólympíuhöllinni í München. Meira »

Heilbrigðisstefna samþykkt í ríkisstjórn

Í gær, 17:35 Þingsályktunartillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 var til umfjöllunar í ríkisstjórn í gær og samþykkt var að senda hana til þingflokka. Að lokinni umfjöllun í þingflokkum verður tillagan lögð fyrir Alþingi þar sem ráðherra mælir fyrir henni. Meira »

Bilunin hjá RB hefur verið löguð

Í gær, 17:31 Bilun sem kom upp í búnaði hjá Reiknistofu bankanna í nótt, og gerði það að verkum að ekki var hægt að sjá hreyfingar í netbanka Íslandsbanka og Landsbanka, hefur verið leyst og búið er að uppfæra yfirlit í netbönkum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Bandarískir hermenn létust í Sýrlandi

Í gær, 16:41 Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal þeirra sextán sem eru látnir eftir sprengjuárás í norðurhluta Sýrlands í dag, nánar tiltekið í bænum Manjib. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meira »

Tryggi hlutastörf fólks með skerta starfsgetu

Í gær, 16:10 Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þetta kemur fram á vef Öryrkjabandalagsins. Meira »

Sáttmálinn gildi óháð stöðu barna

Í gær, 16:10 UNICEF á Íslandi áréttar að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gildir um öll börn innan landamæra Íslands, óháð lagalegri stöðu þeirra. Fyrir héraðsdómi verður tekist á um úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa skuli nítján mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar úr landi. Meira »

Ástin, Fíasól og Þjáningarfrelsið best

Í gær, 15:55 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í 13. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. Verðlaunaðar voru bækurnar Ástin, Texas; Fíasól gefst aldrei upp og Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla. Meira »

Fjöldi erlendra ríkisborgara 44.276

Í gær, 15:32 Fjöldi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi var alls 44.276 1. janúar samkvæmt fréttatilkynningu frá Þjóðskrá og hafði þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017. Meira »

Greinir á um leiðréttingu

Í gær, 14:50 Tryggingastofnun hefur reiknað örorkulífeyri til þeirra sem hafa verið búsettir erlendis hluta ævinnar rangt í lengri tíma, en Öryrkjabandalag Íslands og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort fyrningarfrestur skuli vera á kröfum þeirra sem hafa fengið greiðslur sínar frá Tryggingastofnun skertar. Meira »

Erfitt á meðan úrræða er beðið

Í gær, 14:33 „Það er staðreynd að við munum ekki ráða við fyrirkomulagið til lengdar ætlum við að halda áfram að setja fjármuni í uppbyggingu á kerfinu eins og það er,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Meira »
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Eyjasól sumarhús, lausar helgar..
Dagar í hlýjum og góðum sumarh. Rúm fyrir 5-6. Leiksvæði. Stutt að Geysi, Gullfo...