Bára valin manneskja ársins

Bára Halldórsdóttir.
Bára Halldórsdóttir. mbl.is/Eggert

Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal sex þingmanna á barnum Klaustri í nóvember, var valin manneskja ársins af hlustendum Rásar 2.

Tilkynnt var um niðurstöðu kosningarinnar í þættinum Á síðustu stundu á Rás 2. Haft er eftir Báru að hún sé ánægð með titilinn.

Bára var einnig valin maður ársins af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísir.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina