Tími risavirkjana liðinn

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enginn flokkur er með það á stefnuskrá sinni að ráðast í frekari uppbyggingu mengandi stóriðju eða byggingu risavirkjana. Sá tími er einfaldlega liðinn.

Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins m.a. í áramótagrein í Tímamótum, áramótablaði Morgunblaðsins.

„Heimurinn stendur frammi fyrir umfangsmiklum og knýjandi verkefnum þar sem umhverfismál eru í brennidepli. Stór skref hafa verið stigin af ríkisstjórn Íslands á fyrsta starfsári hennar. Það er líka rétt að hafa í huga að þegar kemur að umhverfismálum er samhljómur í máli flestra stjórnmálamanna um að sjálfbær þróun sé lykilatriði,“ segir hann.

„Enginn flokkur er með það á stefnuskrá sinni að ráðast í frekari uppbyggingu mengandi stóriðju eða byggingu risavirkjana. Sá tími er einfaldlega liðinn. Hagsmunir náttúrunnar eru þáttur í ákvarðanatöku stjórnvalda en þau eru hins vegar ekki eini þátturinn því sjálfbær þróun felur líka í sér efnahagslega og samfélagslega þætti sem eru einnig mikilvægir.

Málflutningur sem einkennist af ofstopa skilar okkur ekki áfram í málum umhverfisins frekar en á öðrum sviðum. Líkt og þegar mokað er ofan í skurði til að endurheimta votlendi þarf að moka ofan í skotgrafirnar í umræðu um umhverfismál til að ná nauðsynlegum árangri. Það er einfaldlega ekkert annað í boði en að við hysjum upp um okkur og tökumst á við verkefnin framundan. Hér verður skynsemin að ráða för," segir Sigurður Ingi einnig í áramótagreininni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert