Við eigum að virða sannleikann

Helgi Hrafn Gunnarsson.
Helgi Hrafn Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Virðing fyrir sannleikanum er grunnforsenda þess að við komumst í gegnum áskoranir 21. aldarinnar og ekki síst fyrir því að stjórnmálin verði þar til gagns frekar en ógagns.

Þetta segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, meðal annars, í áramótagrein í Tímamótum, áramótablaði Morgunblaðsins.

„Þessi punktur, að við eigum að virða sannleikann og leitast við að trúa því sem er satt og hafna því sem er ósatt, virðist í fljótu bragði svo augljós og sjálfsagður að ábendingin ætti að vera óþörf. En heili punkturinn er sá að svo er ekki. Þetta er hvorki augljóst né sjálfsagt. Manneskjur eru og hafa alltaf verið mjög auðveldlega sannfærðar um ósanna hluti. Manneskjur trúa hlutum langmest eftir tilfinningu, hagsmunum, viðhorfi og fyrirfram gefnum menningarlegum venjum. Það er reyndar frekar nýtilkomið, og í rauninni einstakt, að formlegt og skipulagt verklag hafi verið þróað til þess að sníða framhjá þessum brestum okkar, en það verklag er kallað vísindaleg aðferð. Það er hennar vegna sem við framkvæmum galdra og kraftaverk á hverjum degi og það verður henni að þakka ef við komumst heil í gegnum áskoranir þessarar aldar," segir Helgi Hrafn einnig í grein sinni.

„Það verður ekki valdhyggja, kjarkur, styrkur eða stolt. Það verður skilningur, vísindaleg  aðferð og heiðarleg sannleiksleit, ásamt heilum hellingi af bæði tilgangi og von.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert