Skotglaðir borgarbúar

Íbúar höfuðborgarsvæðisins, rétt eins og aðrir og landsmenn, skutu flugeldum upp í gríð og erg til að kveðja gamla árið og fagna því nýja. Ljósmyndari mbl.is tók þetta myndskeið úr dróna sem sýnir hvernig var umhorfs séð frá Kársnesi í Kópavogi.

Vonandi hefur allt farið og gengið slysaslaust fyrir sig. En ljóst er að mengunin varð talsverð í kringum miðnættið ef marka má mælitæki sem mæla loftgæði í borginni.

Sjá meðfylgjandi mynd.

Á þessari mynd má sjá hvernig svifryk í loftinu tekur …
Á þessari mynd má sjá hvernig svifryk í loftinu tekur kipp í kringum miðnætti og fer langt yfir hættumörk. Grafík/Umhverfisstofnun
mbl.is