„Gríðarleg viðbrögð“

Atriðið sem Hörður tók þátt í hefur vakið mikla athygli.
Atriðið sem Hörður tók þátt í hefur vakið mikla athygli. Skjáskot/RÚV

Hörður Torfason hefur bæði fengið símtöl og fésbókarskilaboð í kjölfar þess að atriði sem hann tók þátt í var sent út í Áramótaskaupi RÚV á gamlárskvöld. Hann segist í samtali við Morgunblaðið hafa fengið gríðarleg viðbrögð.

Skilaboðin eru af ýmsu tagi, segir Hörður og bætir við í Morgunblaðinu í dag: „Meginboðskapurinn sýnist mér vera sá að fólk vonar að þetta eigi eftir að hreyfa við þessu máli.“

Hörður á þar við reglur þær sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Í áðurnefndu atriði kom Hörður fram ásamt fleiri þjóðþekktum íslenskum samkynhneigðum tónlistarmönnum sem sungu útfærslu dægurlagsins „Álfar“ eftir Magnús Þór Sigmundsson með textanum „eru hommar kannski menn?“ þegar ekki mátti við björgunaraðgerð nota blóð úr einum þeirra því hann er samkynhneigður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert