Vilja Ísland í desember

Margir ferðamenn völdu höfuðborgina um áramótin
Margir ferðamenn völdu höfuðborgina um áramótin mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikill fjöldi erlendra ferðamanna kaus að dvelja á Íslandi yfir hátíðirnar og var uppbókað á flestum hótelum í Reykjavík yfir áramótin. Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir hátíðirnar hafa verið góðar fyrir greinina.

Þá voru fleiri veitingastaðir opnir á gamlárskvöld en áður og voru þeir vel sóttir. Rekstraraðili segir fleiri hafa farið út að borða í Reykjavík en áður á þessum degi og einkenndist kvöldið af jákvæðum anda gesta sem og starfsmanna.

Talsverður fjöldi var í miðbæ Reykjavíkur, en einnig eru í boði skipulagðar ferðir á brennur og flugeldasýningar fyrir ferðamenn. Þær eru vinsælar meðal erlendra gesta, en eftirspurnin er umfram framboð af plássi við viðburðina, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »