„Besta ákvörðun sem ég hef tekið“

„Þetta er klárlega besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir Birkir Steinn Erlingsson, varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi, um það að gerast grænkeri eða vegan. Sjálfur hafi hann stundað veiðar áður fyrr og því verið mikil kjötæta en það breyttist þegar hann fór að kynna sér málefnið.

Veganúar er nú að hefjast þar sem fólk er stutt í að tileinka sér lífstílinn. Í kvöld verður kynningarfundur í Bíó Paradís kl. 20 þar sem vörur verða kynntar og fólk miðlar af reynslu sinni. 

Í myndskeiðinu er rætt við þá Birki Stein og Benjamín Sigurgeirsson, formann Samtaka grænkera á Íslandi, um Veganúar og lífstílinn.

Hægt er að kynna sér Veganúar hér.

mbl.is