Fjöldi hreindýra hljóp yfir þjóðveginn

Ágúst Ingi Ágústsson var á ferð um Há­reksstaðaleið á Norðaust­ur­landi í gær þegar hópur hreindýra hljóp yfir veginn fyrir framan bílinn sem var á undan honum.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar í morgun voru vegfarendur beðnir að hafa varann á sér á þeim slóðum.

Eins og sjá má í myndskeiðinu eru hreindýrin mjög mörg og þurftu bílarnir að stöðva í dágóða stund á meðan dýrin hlupu yfir veginn.

mbl.is