Mestu hópuppsagnir í níu ár

111 fastráðnum starfsmönnum WOW air var sagt upp í desember.
111 fastráðnum starfsmönnum WOW air var sagt upp í desember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fleiri var sagt upp í hópuppsögnum árið 2018 en undanfarin ár. Það þarf að leita aftur til ársins 2009 til að finna fleiri hópuppsagnir, samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar. 

Á árinu 2018 bárust Vinnumálastofnun 15 tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem 864 manns var sagt upp störfum. Flestir hafa misst vinnuna í flutningum, 393 eða um 45% allra hópuppsagna, í iðnaðarframleiðslu 266, eða um 31% og 151 í fiskvinnslu eða um 17%.

Fjöldi tilkynntra hópuppsagna frá 2008 til 2018.
Fjöldi tilkynntra hópuppsagna frá 2008 til 2018. Ljósmynd/Vinnumálastofnun

Er þetta fjórða árið í röð þar sem hópuppsögnum fjölgar á milli ára en samtals hefur 11.514 verið sagt upp í hópuppsögnum á ellefu árum. 

Flestir misstu vinnuna á þriggja mánaða tímabili frá desember 2008 til febrúar 2009 og svo næstu þrjá mánuði þar á eftir.

mbl.is