Spá 2.500 nýjum störfum

Framkvæmdir við Geirsgötu. Vinnumálastofnun spáir frekari fjölgun starfa í byggingariðnaði …
Framkvæmdir við Geirsgötu. Vinnumálastofnun spáir frekari fjölgun starfa í byggingariðnaði á þessu ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinnumálastofnun (VMST) áætlar að 2.500 störf verði til í ár. Gangi það eftir munu yfir 33 þúsund störf hafa orðið til í þessari uppsveiflu. Það er Íslandsmet í sköpun starfa.

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá VMST, segir að þrátt fyrir þessa fjölgun starfa í ár muni atvinnuleysi á árinu aukast. Fjölgun sé enda minni en fyrirsjáanleg fjölgun fólks á vinnumarkaðsaldri. Útlit sé fyrir að meðaltali 2,8% atvinnuleysi í ár, en það var 2,3% í fyrra.

Vinnumálastofnun áætlaði í upphafi síðasta árs að 2.500 störf yrðu til á árinu 2018. Nú áætlar stofnunin að 4.000 störf hafi orðið til í fyrra sem er mikið í sögulegu samhengi.

Karl segir aðspurður að störfum muni jafnvel fækka í ferðaþjónustu í ár. Til dæmis hafi töluvert verið um uppsagnir hjá WOW air undanfarið.

„Við gerum hins vegar ráð fyrir frekari fjölgun starfa í byggingariðnaði. Það eru ýmsar framkvæmdir í gangi, á borð við byggingu nýs Landspítala. Við höfum jafnframt áætlað að þjónustuþörfin hjá hinu opinbera muni aukast. Þá meðal annars vegna öldrunar og aðhalds síðustu ár hjá sveitarfélögunum.“

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir meiri aðflutning erlendra ríkisborgara en nokkru sinni fyrr eiga mikinn þátt í svo mikilli fjölgun starfa. Útlit sé fyrir hægari fjölgun starfa næstu ár. Mörg íslensk fyrirtæki hugi nú að hagræðingu og fækkun starfsfólks.

Á þátt í íbúafjölgun

Ferðaþjónustan hefur verið leiðandi í starfasköpun síðustu ár. Greinin hefur laðað að þúsundir erlendra starfsmanna og á mikinn þátt í að landsmönnum hefur fjölgað um 36 þúsund í uppsveiflunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert