Eins og Dresden í stríðinu

Skólavörðuholtið áramótin 1997-1998. Þá var heldur færra fólk saman komið ...
Skólavörðuholtið áramótin 1997-1998. Þá var heldur færra fólk saman komið við Hallgrímskirkju en tíðkast í dag. Árni Sæberg

„Ég byrjaði á þessum sið þegar ég hóf störf á Morgunblaðinu árið 1984 og hef sinnt þessu óslitið síðan,“ svarar Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, þegar spurt er hvenær hann hafi byrjað að mynda flugelda við áramót.

Mest hefur hann verið í miðbæ Reykjavíkur en einnig í Hafnarfirði, Breiðholti, Grafarvogi, Vesturbæ Reykjavíkur og víðar. „Ég er alltaf að leita að nýjum stöðum, nýjum svölum,“ segir Árni en færa má fyrir því rök að hann sé að jafnaði „svalasti“ maðurinn í bænum um áramót.

„Ég hef staðið á ófáum svölunum á gamlárskvöld og er alltaf jafn vel tekið. Ég hringi bara bjöllunni hjá húsráðendum, kynni mig og er boðið inn. Á sumum stöðum eru partí í gangi og mér boðið í glas sem ég verð auðvitað alltaf að afþakka – enda í vinnunni og á bíl.“
Annars gæti svalasamkvæmum farið fækkandi enda drónar komnir til sögunnar og ekki ólíklegt að Árni beiti þeirri tækni um næstu áramót.

Það var sem borgin brynni árið sem tívolíbomburnar voru leyfðar.
Það var sem borgin brynni árið sem tívolíbomburnar voru leyfðar. Árni Sæberg

Af heppilegum stöðum til að mynda á nefnir Árni sem dæmi nýju háhýsin í Skuggahverfinu og turninn á Landakotsspítala, þar sem hann hefur verið í nokkur skipti. Raunar þarf hann nokkra vinkla í hverri lotu, bæði til birtingar strax á Mbl.is og síðan um næstu áramót, framan á gamlársblaði Morgunblaðsins. „Og myndirnar hafa ratað víðar,“ segir Árni og dregur úr pússi sínu jólakort sem Landhelgisgæslan lét á sínum tíma gera. Eitt árið voru myndir Árna síðan sendar til breska ríkisútvarpsins, BBC, í Lundúnum sem varð til þess að lið var sent hingað til að fanga stemninguna við áramót. „Ég man ekki betur en að BBC hafi sent beint út frá Reykjavík, svo heillaðir voru menn af dýrðinni. Tökuliðið fór í þyrluflug og hvaðeina,“ rifjar hann upp.

Eins og svo margt annað í þessu lífi krefst þetta verkefni fórna og Árni hefur ekki séð Áramótaskaupið í heild sinni á gamlárskvöld síðustu 35 árin. „Ég næ stundum byrjuninni áður en ég legg af stað í myndatökuna. Mikilvægt er að vera snemma á ferðinni, þegar umferð er lítil, og ná að koma sér fyrir á góðum stað, þannig að hægt sé að byrja að mynda svona tuttugu mínútum fyrir miðnætti. Bestu myndirnar nást oftar en ekki þá enda er mengun gjarnan orðin mikil á slaginu tólf og dökkt ský yfir borginni.“

Eftirminnilegustu áramótin voru, að sögn Árna, rétt fyrir aldamótin þegar tívolíbombur voru leyfðar. „Það var svakaleg sýning; tívolíbomburnar voru eins og vopn og borgin bara eins og Dresden í stríðinu.“

Nánar er rætt við Árna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins og fleiri myndir birtar. 

Árni Sæberg ljósmyndari.
Árni Sæberg ljósmyndari. Kristinn Ingvarsson
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Undrast hvað liggi á

07:14 Breytingar á aðalskipulagi Skagafjarðar byggja meðal annars á því að auka afhendingaröryggi raforku í sveitarfélaginu. Þetta undrast ýmsir íbúar þar sem hvorki liggur fyrir umhverfismat né heldur sé Blöndulína 3 á framkvæmdaáætlun Landsnets næstu árin. Meira »

Lægð sem færir okkur storm

06:58 Næstu daga er spáð umhleypingum og geta veðrabrigði orðið ansi snörp. Því er mikilvægt að fylgjast vel með þróun veðurspáa og viðvarana, einkum vegna ferðalaga á milli landshluta eða framkvæmda, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Fagna frumvarpi Kristjáns Þórs

06:35 Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Meira »

Hrósar þýðendum Lego Movie 2

06:00 „Þegar fyrsta Lego-myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mínútna auglýsing fyrir leikföng, en það reyndist ekki svo vera,“ segir Ragnar Eyþórssson, eða Raggi bíórýnir sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100. Hann tók einnig fyrir Netflix-seríuna Umbrella Academy. Meira »

Háskólamenn fjölmennir hjá VIRK

05:30 Háskólamenntuðum einstaklingum í aðildarfélögum BHM sem leita eftir þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs hefur fjölgað stórlega á seinustu árum. Meira »

Ungir skátar takast á við vetrarríkið

05:30 „Krakkarnir fara út fyrir þægindarammann og fá tækifæri til þess að reyna á það sem þeir hafa lært og fengið þjálfun í að gera.“ Meira »

Vilja ekki að ríkisstyrkt flug verði lagt niður

05:30 Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harðlega er mótmælt áformum í drögum að stefnu um almenningssamgöngur að leggja af ríkisstyrkt innanlandsflug til Hafnar í Hornafirði. Meira »

Sala á miðum fyrir Þjóðhátíð byrjar vel

05:30 Sala á miðum í Herjólf, fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2019, fór vel af stað, að sögn ÍBV og Sæferða. Miðasala hófst kl. 9 í gærmorgun og rúmum klukkutíma síðar var orðið uppselt í allar ferðir hjá Sæferðum mánudaginn 2. ágúst. Meira »

Viðræðum slitið í dag?

05:30 Líklegt er að kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins verði slitið í dag. Meira »

IKEA-blokkin í gagnið

05:30 Strax eftir komandi mánaðamót munu fyrstu íbúarnir flytja inn í fjölbýlishúsið við Urriðaholtsstræti í Garðabæ sem reist hefur verið að undirlagi IKEA á Íslandi. Meira »

Fjórmenningar með umboð til að slíta

Í gær, 22:15 Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa allir fengið umboð frá sínum félögum til þess að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA). Félögin munu funda með SA á morgun og í kjölfar þess fundar munu stéttarfélögin funda um hvort skuli boða til verkfalls. Meira »

Skora á stjórnvöld að bregðast við af hörku

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að bregðast við af fullri hörku til varnar neytendum vegna sviksamlegrar háttsemi bílaleigunnar Procar. Þá þurfi að tryggja að eftirlit með akstursmælum sé fullnægjandi. Meira »

Kjarnorkustyrjöld í Selsferð

Í gær, 21:15 Uppákoman í Selsferðinni er einhver mesta lífsreynsla sem ég hef mætt,“ segir Heimir Sindrason tannlæknir. „Enginn var samur á eftir; því þarna vorum við um 100 krakkar saman sem stóðum andspænis dauða okkar á ögurstund mannkynssögunnar. Skelfingin sem greip um sig var mikil, í vitund allra sem þarna voru lifir þetta mál enn og margir hefðu sjálfsagt þurft það sem í dag er kallað áfallahjálp.“ Meira »

Segir Seðlabankann undirbúa aðra sneypuför

Í gær, 21:00 Stjórnendur Seðlabanka Íslands undirbúa nú enn eina sneypuförina af hálfu bankans. Þetta segir Garðar Gíslason hæstaréttarlögmaður og vísar til bréfs sem birt var á vef Seðlabankans á þriðjudag. Meira »

Vinna að niðurfellingu starfsleyfis

Í gær, 20:50 „Við erum að bregðast við með viðeigandi hætti,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, í samtali við mbl.is, spurð út í það hvort Samgöngustofa vinni að því að svipta einhverja bílaleigu starfsleyfi sínu. Meira »

Hefur umboð til að slíta viðræðunum

Í gær, 19:48 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk nú síðdegis umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Íslendingafélag í 100 ár

Í gær, 19:40 Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn verður 100 ára 1. mars nk. og verður tímamótanna minnst sérstaklega á hátíð félagsins 17. júní, að sögn Einars Arnalds Jónassonar, formanns þess. Meira »

Persónuafsláttur frystur í þrjú ár

Í gær, 19:25 Til stendur að frysta persónuafsláttinn í þrjú ár þar til innleitt verður nýtt kerfi til þess að reikna út hver afslátturinn eigi að vera, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar um skattkerfisbreytingar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Þetta staðfestir fjármálaráðuneytið í samtali við mbl.is. Meira »

Tilkynnt um eld í fjölbýli við Engihjalla

Í gær, 18:59 Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er tilkynnt var um eld á sjöundu hæð í fjölbýlishúsi við Engihjalla nú undir kvöld. Voru bílar sendir á staðinn frá öllum stöðvum en mikinn reyk lagði um stigaganginn. Meira »
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Óska eftir 3 herbergja íbúð í 109, Bakkahverfi
Erum þrír , faðir og tveir unglingar. í heimili og vantar íbúð í Bakkahverfinu á...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...