Sparnaður bæti fyrir gjaldtökuna

Vaðlaheiðargöng hafa nú verið opnuð. Gjaldtaka ganganna hefur verið gagnrýnd, ...
Vaðlaheiðargöng hafa nú verið opnuð. Gjaldtaka ganganna hefur verið gagnrýnd, en stjórnarformaður segir að ávinningur af því að fara um þau sé meiri en sem nemur kostnaði. mbl.is/Þorgeir

Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga, segir notendur ganganna skjótlega munu finna fyrir þeim sparnaði sem göngunum fylgir og að hann nemi meiru en kostnaði við að fara um þau. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA-Norðurleiðar, sagði í samtali við RÚV í gær að fyrirtækið treysti sér ekki til að aka um göngin vegna hárra gjalda fyrir stóra bíla. Inntur eftir viðbrögðum við gagnrýninni segir Hilmar að samtal eigi sér stað þessa dagana við viðskiptavini og hagsmunaaðila.

„Við munum ræða við hann og fleiri um gjaldið og sjá hvernig reynslan verður. Gjaldskráin er í stöðugri endurskoðun, en ég held að menn muni strax finna að ávinningur af þessum göngum sé svo miklu meiri en sem nemi bara sparnaði á eldsneyti og þess háttar hlutum. Tími fólks og fleira þess háttar kemur inn í þetta,“ segir Hilmar.

Aðspurður segir hann tímasparnað við að fara um göngin við bestu aðstæður um tíu mínútur. „Síðan getur hann orðið miklu meiri þess utan, þegar það er ófærð og þess háttar,“ segir hann.

„Við viljum ræða við viðskiptavini okkar beint og erum sannfærðir um að við náum að finna þann milliveg sem þarf, annars vegar til að greiða upp lánið og hins vegar til þess að fólk nýti göngin,“ segir Hilmar.

Sjálfsagt að fjölga ferðum keyptum í einu lagi

Veggjald fyrir bíla sem vega meira en 3,5 tonn er 6 þúsund krónur fyrir staka ferð, en verð á hverja ferð ef keypt eru 40 skipti í einu er 5.200 krónur. Nemur afslátturinn 13%. Gunnar sagði þetta of dýrt miðað við fjölda dagsferða fyrirtækisins frá Akureyri.

„Afslátturinn er samkvæmt Evrópureglugerð og hann má ekki vera meiri,“ segir Hilmar. „Það er talað um samkeppnisakstur í reglugerðinni, en það yrði of flókið að ætla sér að greina þetta eftir tilefni aksturs. Við getum ekki miðað við annað en hlutlæg viðmið á borð við þyngd og látið það sama yfir alla ganga og þá má afslátturinn ekki vera meiri,“ segir hann.

Með því að fara göngin má spara tíu mínútur við ...
Með því að fara göngin má spara tíu mínútur við bestu aðstæður. Meira þegar aðstæður eru verri eða ófært um Víkurskarð.

Einnig var gagnrýnt að ekki væri hægt að kaupa fleiri ferðir en 40 í einu, en Hilmar segir mjög auðvelt að gera breytingu á þessu.

„Við höfum verið í samtali við þessa aðila í langan tíma og höfðum stillt þessu þannig upp að það væri hægt að kaupa 120 ferðir. Þó að það sé hægt að kaupa 40 ferðir í einu, þá er hægt að gera það þrisvar og við héldum að það væri nóg. Það er að ekkert nema sjálfsagt að menn geti keypt sér fleiri ferðir. Auðvitað koma upp svona mál sem verða síðan löguð á nokkrum dögum eða vikum,“ segir Hilmar.

Fram kom í viðtali RÚV við Gunnar að á annasömustu dögum þyrfti fyrirtækið að greiða um 700 þúsund krónur í göngin.

„Ég fagna því að menn sjái fyrir sér svo mikil not á þessu samgöngumannvirki,“ segir Hilmar. „Þetta kemur reyndar ekki á óvart enda er t.d. töluvert um að skemmtiferðaskip leggi að á Akureyri og farið sé í nálægar náttúruperlur sem oftar en ekki eru austan megin við göngin. Ég hygg að menn hafi einfaldlega meiri tækifæri á að vinna tíma með því að nota göngin og ná fram meiri sparnaði en sem nemur þessum kostnaði. Ég vona það alla vega,“ segir hann.

Hagfelldari nálgun en í öðrum Evrópuríkjum

Gunnar gagnrýndi einnig að ekki væri sértakt gjald fyrir smærri hópbifreiðar, svonefnda „kálfa“, sem geta ferjað um tuttugu manns. Í gjaldskránni er aðeins gert ráð fyrir tveimur flokkum, öðrum fyrir bifreiðar undir 3,5 tonnum að þyngd og hinum yfir því marki.

„Ástæðan fyrir því að gjaldskráin er í tveimur flokkum er að við fórum að fordæmi nánast allra Evrópulanda. Þó er munurinn sá að við miðum við eigin þyngd meðan þar er miðað við heildarþyngd. Hér á landi hefði það þýtt að fleiri féllu í dýrari flokkinn. Þessi leið er hagfelldari að þessu leyti. Auðvitað eru verðin ekki alls staðar þau sömu, en það hvernig menn fara á milli flokka er sambærilegt. Eitt af því sem verður skoðað er hvort ástæða sé til að breyta, ekki bara verði, heldur einnig flokkum í gjaldskrá. Ég ætla ekkert að útiloka í þessum efnum, en ekkert hefur verið ákveðið og verður sjálfsagt ekki ákveðið alveg á næstunni,“ segir Hilmar.

Hann segir forsvarsmenn Vaðlaheiðarganga hafa átt í samvinnu við Samtök aðila í ferðaþjónustu fyrir hönd rútufyrirtækja.

„Við höfum einnig verið í samtali við einstaka aðila til þess að læra og greina þarfir. Það er þannig með samráð og samtal að það er alltaf hægt að gera betur og við leggjum okkur fram um það,“ segir hann. „Samtalið við SAF er um heildstæðar lausnir en síðan gerum við ráð fyrir að það verði gert einhvers konar samkomulag við hvern og einn sem flokkast sem stórnotandi,“ segir Hilmar. Á mánudag er fyrirhugaður fundur með fulltrúum bílaleiga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Afnema frystiskyldu á innfluttu kjöti

07:57 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur birt á Samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli og lög um dýrasjúkdóma. Meira »

Írar aðstoða við leit að Jóni Þresti

07:57 Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf sporlaust í Dublin fyrir 12 dögum, hafa fengið aðstoð frá heimamönnum við leit að Jóni. Skipulögð leit hefur staðið yfir síðustu daga og stendur til að stækka leitina um helgina. Meira »

Undrast hvað liggi á

07:14 Breytingar á aðalskipulagi Skagafjarðar byggja meðal annars á því að auka afhendingaröryggi raforku í sveitarfélaginu. Þetta undrast ýmsir íbúar þar sem hvorki liggur fyrir umhverfismat né heldur sé Blöndulína 3 á framkvæmdaáætlun Landsnets næstu árin. Meira »

Lægð sem færir okkur storm

06:58 Næstu daga er spáð umhleypingum og geta veðrabrigði orðið ansi snörp. Því er mikilvægt að fylgjast vel með þróun veðurspáa og viðvarana, einkum vegna ferðalaga á milli landshluta eða framkvæmda, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Fagna frumvarpi Kristjáns Þórs

06:35 Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Meira »

Hrósar þýðendum Lego Movie 2

06:00 „Þegar fyrsta Lego-myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mínútna auglýsing fyrir leikföng, en það reyndist ekki svo vera,“ segir Ragnar Eyþórssson, eða Raggi bíórýnir sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100. Hann tók einnig fyrir Netflix-seríuna Umbrella Academy. Meira »

Háskólamenn fjölmennir hjá VIRK

05:30 Háskólamenntuðum einstaklingum í aðildarfélögum BHM sem leita eftir þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs hefur fjölgað stórlega á seinustu árum. Meira »

Ungir skátar takast á við vetrarríkið

05:30 „Krakkarnir fara út fyrir þægindarammann og fá tækifæri til þess að reyna á það sem þeir hafa lært og fengið þjálfun í að gera.“ Meira »

Vilja ekki að ríkisstyrkt flug verði lagt niður

05:30 Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harðlega er mótmælt áformum í drögum að stefnu um almenningssamgöngur að leggja af ríkisstyrkt innanlandsflug til Hafnar í Hornafirði. Meira »

Sala á miðum fyrir Þjóðhátíð byrjar vel

05:30 Sala á miðum í Herjólf, fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2019, fór vel af stað, að sögn ÍBV og Sæferða. Miðasala hófst kl. 9 í gærmorgun og rúmum klukkutíma síðar var orðið uppselt í allar ferðir hjá Sæferðum mánudaginn 2. ágúst. Meira »

Viðræðum slitið í dag?

05:30 Líklegt er að kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins verði slitið í dag. Meira »

IKEA-blokkin í gagnið

05:30 Strax eftir komandi mánaðamót munu fyrstu íbúarnir flytja inn í fjölbýlishúsið við Urriðaholtsstræti í Garðabæ sem reist hefur verið að undirlagi IKEA á Íslandi. Meira »

Fjórmenningar með umboð til að slíta

Í gær, 22:15 Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa allir fengið umboð frá sínum félögum til þess að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA). Félögin munu funda með SA á morgun og í kjölfar þess fundar munu stéttarfélögin funda um hvort skuli boða til verkfalls. Meira »

Skora á stjórnvöld að bregðast við af hörku

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að bregðast við af fullri hörku til varnar neytendum vegna sviksamlegrar háttsemi bílaleigunnar Procar. Þá þurfi að tryggja að eftirlit með akstursmælum sé fullnægjandi. Meira »

Kjarnorkustyrjöld í Selsferð

Í gær, 21:15 Uppákoman í Selsferðinni er einhver mesta lífsreynsla sem ég hef mætt,“ segir Heimir Sindrason tannlæknir. „Enginn var samur á eftir; því þarna vorum við um 100 krakkar saman sem stóðum andspænis dauða okkar á ögurstund mannkynssögunnar. Skelfingin sem greip um sig var mikil, í vitund allra sem þarna voru lifir þetta mál enn og margir hefðu sjálfsagt þurft það sem í dag er kallað áfallahjálp.“ Meira »

Segir Seðlabankann undirbúa aðra sneypuför

Í gær, 21:00 Stjórnendur Seðlabanka Íslands undirbúa nú enn eina sneypuförina af hálfu bankans. Þetta segir Garðar Gíslason hæstaréttarlögmaður og vísar til bréfs sem birt var á vef Seðlabankans á þriðjudag. Meira »

Vinna að niðurfellingu starfsleyfis

Í gær, 20:50 „Við erum að bregðast við með viðeigandi hætti,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, í samtali við mbl.is, spurð út í það hvort Samgöngustofa vinni að því að svipta einhverja bílaleigu starfsleyfi sínu. Meira »

Hefur umboð til að slíta viðræðunum

Í gær, 19:48 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk nú síðdegis umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Íslendingafélag í 100 ár

Í gær, 19:40 Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn verður 100 ára 1. mars nk. og verður tímamótanna minnst sérstaklega á hátíð félagsins 17. júní, að sögn Einars Arnalds Jónassonar, formanns þess. Meira »
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í jan/feb í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum potti....
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Tek að mér
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald, Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com...