Kalla drög ráðherra stríðsyfirlýsingu

Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni.
Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Umhverfissjóðurinn Icelandic Wildlife Fund (IWF) segir að drög sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lögum um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi, sem nú má finna í samráðsgátt stjórnvalda, séu „stríðsyfirlýsing á hendur þeim sem vilja vernda lífríkið og starfa á vísindalegum grundvelli“.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var á Facebook-síðu IWF undir kvöld, en sjóðurinn hefur verið starfandi frá árinu 2017 og hefur verið nokkuð áberandi í umræðu um umhverfisáhrif laxeldis í opnum sjókvíum undanfarin misseri.

Ráðherra taki sér stöðu með hagsmunagæslumönnum

Sjóðurinn setur sérstaklega út á það að í frumvarpsdrögunum sé lagt til að það verði á valdi ráðherra að gefa út svokallað áhættumat erfðablöndunar, en samkvæmt fyrra frumvarpi hafi áhættumat Hafrannsóknastofnunar verið bindandi fyrir ráðherra.

„Það er algjörlega óásættanlegt að áhættumatið verði gert pólitískt með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingu sjóðsins, en þar kemur einnig fram að ráðherra sé með þessum drögum að taka sér stöðu með „hagsmunagæslumönnum sjókvíaeldisfyrirtækjanna gegn vísindamönnum Hafrannsóknastofnunar og náttúruverndarsamtökum“.

„Samkvæmt núverandi áhættumati Hafrannsóknarstofnunar [sic] er gert ráð fyrir að allt að 4 prósent fiska í ám landsins séu fiskar sem hafa sloppið úr eldi. Með öðrum orðum að 1 af hverjum 25 fiskum í íslenskum ám geta verið norskir eldislaxar. Það er óhugnanleg tala,“ segir í yfirlýsingu IWF og þar er einnig fjallað um að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi undanfarið reynt að fá þennan þröskuld hækkaðan.

„Hafrannsóknarstofnun [sic] hafnaði því en nú ætlar ráðherra að taka valdið til sín svo hægt verði að ganga fram hjá vísindalegum vinnubrögðum,“ segir í yfirlýsingunni, en þar er einnig ákvæði í drögunum um fyrirhugaðan samráðsvettvangur gagnrýnt harðlega.

„Afar sérstakt ákvæði“

„Samkvæmt frumvarpsdrögum Kristjáns Þórs, er gert ráð fyrir að ráðherra skipi „samráðsvettvang“ sem á að vera stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. Í frumvarpinu segir: „Hlutverk vettvangsins er að leggja mat á forsendur og úrvinnslu þeirra gagna sem áhættumat erfðablöndunar byggir á.“

Þetta er afar sérstakt ákvæði. Ekki er gert ráð fyrir að í þessum sjö manna samráðsvettvangi taki sæti vísindafólk til að rýna fræðilegar niðurstöður og gögn Hafrannsóknarstofnunar [sic], heldur mun vettvangurinn vera skipaður þremur fulltrúum ráðherra, einum fulltrúa eldisfyrirtækjanna, einum frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og svo loks einum frá Hafrannsóknarstofnun [sic] og einum frá Landssambandi veiðifélaga,“ segir í yfirlýsingu sjóðsins.

IWF lítur svo á að þessi vettvangur eigi fyrst og fremst „að vera vettvangur fulltrúa ráðherra til að færa honum í hendur þá niðurstöðu sem hann vill“ og skjól til að fara gegn mati Hafrannsóknastofnunar.

„Þetta er fráleitt fyrirkomulag. Ef ráðherra telur nauðsyn á að hafa samráðsvettvang til rýningar á áhættumatinu á sá hópur að sjálfsögðu að vera skipaður hlutlausu vísindafólki. Norska Vísindaráðið um laxinn er til dæmis skipað þrettán vísindamönnum frá sjö mismundandi stofnunum og háskólum,“ segir í yfirlýsingu IWF, sem lesa má í heild sinni hér að neðan.mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gjaldeyrisbrask og hlutabréfaást í héraði

18:36 Alls gáfu átta vitni skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, við aðalmeðferð máls sem varðar innherjasvik fyrrverandi forstöðumanns hjá Icelandair. Lýstu vitnin meðal annars braski með japönsk jen og ást eins ákærða á hlutabréfamörkuðum, sem rekja megi allt til barnæsku. Meira »

Börnin blómstra í íþróttastarfinu

18:30 Þátttaka er sigur! Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, ekki síst börnum með sérþarfir. Starf félagsins var kynnt um helgina. Boltagreinar, boccia og frjálsar íþróttir eru í boði og fleira er væntanlegt á dagskrána. Meira »

Skýringar á áverkum oft fáránlegar

18:26 Áverkar á börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru allt öðruvísi en þeir áverkar sem koma af slysförum segir Gestur Pálsson barnalæknir. Hann segir að oft séu skýringar á áverkum fáránlegar og læknar sem skoði börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi sjá að skýringin á ekki við. Meira »

Virkja Tungufljót í Biskupstungum

18:00 Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum og um 60 manns eru þar nú að störfum. Meira »

Brekkurnar loksins opnaðar

17:30 Opnun Skíðasvæðisins í Bláfjöllum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra, en svæðið opnaði í fyrsta skipti í vetur í dag. Skíðafólk lét ekki bíða eftir sér og mbl.is var á staðnum þegar fyrstu ferðirnar niður fjallið voru í skíðaðar í frábæru færi. Meira »

„Vasar þeirra ríku dýpka“

17:11 „Stefna Samfylkingarinnar er skýr um jöfn tækifæri allra,“ sagði Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sem flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Hann sagði samneyslu þar sem gæðunum sé jafnt dreift þannig að öllum séu tryggð lífsviðurværi sé leiðin. Meira »

Tíu bækur tilnefndar

16:30 Tíu bækur voru fyrir stundu tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2018. Verðlaunin sjálf verða afhent í Þjóðarbókhlöðunni 3. mars og nema verðlaunin 1.250.000 krónum. Meira »

Samþykkti kerfisáætlun Landsnets

16:26 Fyrir helgi var tekin ákvörðun um það af hálfu Orkustofnunar að samþykkja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018-2027.   Meira »

„Ekkert nýtt“ að fá sér bjór á vinnutíma

16:22 „Ég fékk póst,“ segir Karl Gauti Hjaltason þingmaður, um tölvupóst sem honum barst frá Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og nefndarmanni í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, á meðan fundi nefndarinnar stóð 1. júní í fyrra. Í póstinum stendur að hún, og fleiri þingmenn, hefðu brugðið sér á barinn Klaustur. Meira »

Samþykktu breytingar á Hamraneslínu

16:14 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að veita Landsneti tvö framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2. Meira »

Björguðu kindum úr sjálfheldu

16:05 Sextán björgunarsveitarmenn úr Grindavík björguðu fjórum kindum úr sjálfheldu á klettasyllu í Bæjarfelli við Krísuvík í gærkvöldi. Talsmaður björgunarsveitarinnar segir að kletturinn sé um 30 metra hár og voru kindurnar fastar á syllunni um átta metra neðan við bjargbrún. Meira »

Flýgur áfram til Íslands í sumar

15:46 Bandaríska flugfélagið American Airlines hyggst fljúga áfram á milli Íslands og Dallas-borgar í Bandaríkjunum í sumar líkt og félagið gerði síðasta sumar. Hins vegar hafa íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air bæði hætt að fljúga til borgarinnar. Meira »

Vilja fjögurra þrepa skattkerfi

15:27 Miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag tillögur efnahags-, skatta- og atvinnumálanefndar sambandsins um breytingar á skattkerfinu sem auka jöfnuð og ráðstöfunartekjur meginþorra launafólks. Meira »

Heita fundarlaunum fyrir bílinn

15:23 Eigendur bifreiðar af gerðinni Land Rover Discovery, sem stolið var frá Bjarnarstíg í Reykjavík í fyrrinótt, hafa ákveðið að veita 200 þúsund krónur í fundarlaun í von um að bíllinn finnist. Meira »

Óuppfyllt íbúðaþörf mun minnka

15:16 „Tillögurnar munu auka framboð, tryggja stöðugleika á markaðnum og lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá viðkvæmum hópum, komist þær til framkvæmda,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, í samtali við mbl.is, um nýjar húsnæðistillögur átakshóps ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær. Meira »

Fiskistofa ítrekað bent á vandann

15:14 Stjórnendur Fiskistofu hafa ítrekað bent á þann vanda sem við er að etja vegna eftirlits með fiskveiðum. Þeir telja skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlitshlutverk Fiskistofu vandaða og að hún bendi réttilega á margvíslega erfiðleika í þessum efnum. Meira »

Þjórsárdalur friðlýstur í heild

15:00 Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals. Tillagan er unnin samhliða tillögu að friðlýsingu náttúruminja í hluta dalsins. Gangi áform Minjastofnunar eftir verður Þjórsárdalur fyrsta svæðið til að hljóta friðlýsingu í heild sinni en hingað til hefur tíðkast að friðlýsa staka minjastaði. Meira »

Skilur ekki af hverju hann er ákærður

14:55 Aðkoma Kjartans Bergs Jónssonar að því máli, sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur, er afar takmörkuð, að hans eigin sögn, en hann gaf skýrslu núna eftir hádegið og sagðist þar meðal annars ekki einu sinni skilja þann lið ákærunnar sem beinist að honum. Meira »

Tölum ekki í farsímann við akstur

14:30 Í átaki Samgöngustofu og fleiri sem ber yfirskriftina Höldum fókus eru farnar nýjar leiðir til að minna ökumenn á hversu hættulegt það er að nota símann undir stýri. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Bókaveisla
Bókaveizla Hjá Þorvaldi í Kólaportinu 30% afsláttur af bókum í janúar Opið lauga...