Mislukkað innbrot í Vestmannaeyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar innbrot og misheppnaða tilraun til þjófnaðar …
Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar innbrot og misheppnaða tilraun til þjófnaðar sem átti sér stað aðfaranótt laugardags. mbl.is/Eggert

Misheppnað innbrot átti sér stað í Vestmannaeyjum aðfaranótt laugardags þegar óprúttinn aðili braust inn á skemmtistaðinn Lundann og reyndi meðal annars að opna spilakassa en mistókst.

Maðurinn komst í fyrstu inn um opnanlegt fag á bakhlið hússins og tók stefnuna á 2. hæð skemmtistaðarins þar sem spilakassar eru staðsettir. Hann reyndi að opna spilakassana en hafði ekki árangur sem erfiði.

Næst fór hann út af skemmtistaðnum og reyndi að komast inn á framhlið og jarðhæð með því að brjóta glugga. Það mistókst einnig því hann komst ekki inn um gluggann og lét sig á endanum hverfa.

Engu var því stolið og einungis um skemmdarverk að ræða.

„Eftirlitsmyndavélar eru inni á skemmtistaðnum sjálfum og þar sést innbrotsaðilinn á þeim en hann er með hulið andlit og óþekkjanlegur. Það er verið að rannsaka málið og kanna alla möguleika,“ segir vaktstjóri lögreglunnar í Vestmannaeyjum í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert