Heitir nú formlega Suðurnesjabær

Unnið er að því að finna Suðurnesjabæ nýtt byggðarmerki í …
Unnið er að því að finna Suðurnesjabæ nýtt byggðarmerki í stað byggðarmerkja Sandgerðis og Garðs, að sögn bæjarstjóra. Mynd/Af vef Suðurnesjabæjar

Suðurnesjabær er orðið opinbert heiti sveitarfélagsins sem varð til við sameiningu Sandgerðis og Garðs, en sameiningin tók gildi í júní á síðasta ári.

Sveitarstjórnarráðuneytið lagði blessun sína yfir heiti sveitarfélagsins eftir að bæjarstjórn samþykkti að fylgja niðurstöðu íbúakosninga um nafngiftina. Nýja nafnið tók formlega gildi á nýársdag.

Íbúar sveit­ar­fé­lags­ins kusu um nafn í byrjun nóvember og þar varð nafnið Suður­nesja­bær hlut­skarp­ast. Kosn­ingaþátt­taka var 34,44% og hlaut Suður­nesja­bær 75,3% at­kvæða. Nöfn­in Sveit­ar­fé­lagið Miðgarður og Heiðarbyggð komu einnig til greina, en vilji íbúa í Suðurnesjabæ var skýr.

Fram kemur í áramótaávarpi Magnúsar Stefánssonar bæjarstjóra á vef sveitarfélagsins að unnið sé að því að finna Suðurnesjabæ nýtt byggðarmerki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert