Hvalirnir fljúga heim í Klettsvík

Háhyrningurinn Keikó dvaldist um tíma í Klettsvík. Honum var þá …
Háhyrningurinn Keikó dvaldist um tíma í Klettsvík. Honum var þá sleppt lausum og hann drapst ári síðar. mbl.is/RAX

Senn líður að flutningi tveggja smáhvela, mjaldra, í athvarf sem komið hefur verið upp í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Mjaldrarnir, Litla-Hvít og Litla-Grá, eiga flug frá Sjanghæ til Keflavíkur í marsmánuði. Allt virðist ætla að fara eftir áætlun, að sögn Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum.

Kínverskir ríkisfjölmiðlar greindu frá því um helgina að mjaldrarnir væru sannarlega á leiðinni en Morgunblaðið hefur fjallað nokkuð um málið frá því tillögur um það voru kynntar árið 2016. Nú er verið að leggja lokahönd á þjálfun dýranna enda er ljóst að þeim mæta framandi aðstæður, bæði í ferðalaginu sjálfu, fluginu, og svo á leiðarenda, á fyrirhuguðum griðastað þeirra í Klettsvík, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Um er að ræða hvalaathvarf, hið fyrsta sinnar gerðar í heiminum, 32.000 fermetra svæði til að synda um. Þannig verður mjöldrunum tveimur leyft að búa úti í náttúrunni en þó með aðstoð manna; eftir hér um bil ævilanga dvöl í skemmtigörðum eru þeir ófærir um að spjara sig úti í náttúrunni upp á eigin spýtur. Aðstaða mjaldranna verður manngerð laug þegar kalt er í veðri en einkavík á betri dögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert