Tekur ekki við fyrirmælum frá neinum

Hildur Björnsdóttir ásamt Eyþóri Arnalds.
Hildur Björnsdóttir ásamt Eyþóri Arnalds. mbl.is/Eggert

„Ég tek ekki við fyrirmælum frá neinum og læt almennt illa að stjórn,“ skrifar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sína vegna ummæla borgarstjóra í kvöldfréttum RÚV vegna braggamálsins. 

„Í kvöldfréttum RÚV lét borgarstjóri að því liggja að mér væri stjórnað af svokölluðum harðlínumönnum innan Sjálfstæðisflokksins. Það er óttalega klaufaleg kenning,“ skrifar Hildur og kveðst ekki vita hvernig Samfylkingin kemur fram við sínar konur. „Kannski heldur margur mig sig - en hjá Sjálfstæðisflokki hafa konur sína eigin rödd.“

mbl.is