Fara yfir kröfugerðir sínar á morgun

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. mbl.is/​Hari

„Ég hef verið að taka við gögnum frá þeim og það hefur ekkert annað gerst í málinu. Gert er ráð fyrir að þeir muni fara yfir kröfugerðir sínar í deilunni á fundinum á morgun.“

Þetta segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is en annar fundur hjá embættinu í kjaradeilu stéttarfélaganna Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness við Samtök atvinnulífsins hefst á morgun klukkan 10:00 en sá fyrsti fór fram 28. desember.

Bryndís segir aðspurð að fyrsti fundurinn hafi fyrst og fremst verið stöðufundur þar sem farið hefði verið aðallega yfir ákveðin formsatriði vegna viðræðnanna.

Félögin þrjú hafa myndað bandalag í kjaraviðræðum við SA en Efling og Verkalýðsfélag Akraness voru áður í samfloti í þeim efnum innan Starfsgreinasambandsins en tóku ákvörðun um að draga til baka samningsumboð sitt í kjölfar þess að meirihlutinn á formannafundi sambandsins í nóvember var ekki reiðubúinn að vísa deilunni til ríkissráttasemjara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert