Gengur ekki svona mikið lengur

Alma D. Möller landlæknir.
Alma D. Möller landlæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ég er algjörlega viss um að það verði brugðist við,“ segir Alma D. Möller landlæknir í samtali við mbl.is. Fram kemur í úttekt embættis landlæknis að undirmönnum og skortur á hjúkrunarrýmum séu helstu ástæður alvarlegrar stöðu bráðamóttöku Landspítalans.

Alma segir að heilbrigðisráðuneytið hafi þegar brugðist við og nefnir í því samhengi að hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi og Sjúkrahótel Landspítala verði opnuð sem allra fyrst. „Þessi staða getur ekki gengið svona til lengri tíma,“ segir Alma.

Í úttektinni segir að bráðamóttöku Landspítalans takist vel að sinna bráðahlutverki sínu. Vandinn liggi í þjónustu við sjúklinga sem bíða eftir innlögn en meðald­val­ar­tími sjúk­linga sem bíða inn­lagn­ar á deild­ir spít­al­ans hef­ur lengst og er nú 23,3 klst., sam­an­borið við um 16,6 klst. á sama tíma í fyrra. Æskilegt viðmið er sex klukkustundir.

Þarf að mæta fjölgun aldraðra

„Það eru of fá virk pláss. Það bíða yfir 50 eftir úrræðum utan spítalans og eru svo 35 rúm lokuð vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Það væri best ef hægt væri að finna úrræði fyrir aldraða,“ segir Alma og ítrekar hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi.

„Til lengri tíma þarf auðvitað að byggja upp þjónustu við aldraða til að mæta fjölgun þeirra,“ segir Alma og nefnir í því samhengi hjúkrunarrými, heimahjúkrun, heimaþjónustu, dagdvalarúrræði og heilsueflingu þannig að fólk geti verið heima hjá sér eins lengi og unnt er.

Alma bendir á að síðasta vor hafi verið kynnt áætlun en á næstu árum er áætlað að ráðast í upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma á landsvísu fyr­ir 10,5 millj­arða króna.

Fjöldi lokaðra rúma vegna hjúkrunarfræðingaskorts hefur aukist ár frá ári. Þau voru átta í lok árs 2016 en eru nú 35. Alma segir að skortur á hjúkrunarfræðingum sé flókið mál. „Í okkar úttekt vitnum við í skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem segir að áætlað sé að það vanti yfir 500 hjúkrunarfræðinga og að 20% þeirra sem eru starfandi geti hafið töku lífeyris á næstu árum.“

Ósáttir hjúkrunarfræðingar leita annað

Landlæknir segir að það þurfi að auka nýliðun og fjölga nemum. Auk þess þurfi að endurskoða vinnuumhverfi, vinnuskipulag og kjör hjúkrunarfræðinga. „Þær hafa svolítið horfið til annarra starfa og eru ósáttar við kjör sín,“ segir Alma og bætir við að í skýrslu Ríkisendurskoðunar komi fram að laun hjúkrunarfræðinga séu 12% lægri en sambærilegra háskólastétta. Auk þess vanti sjúkraliða.

Landlæknir segir að það þurfi að byggja upp þjónustu við ...
Landlæknir segir að það þurfi að byggja upp þjónustu við aldraða til að mæta fjölgun þeirra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í úttektinni er bent á að álag geti bitnað bæði á starfsfólki og sjúklingum. „Þetta er vítahringur. Ef starfsfólki fækkar þá eykst álagið á þá sem eftir eru og það þarf að rjúfa þann vítahring. Það kom fram í viðtölum við starfsfólk að því finnst álagið of mikið og veikindatölur voru frekar háar á þeim tveimur legudeildum sem við skoðuðum,“ segir Alma og bendir á að undir miklu álagi sé meiri áskorun að tryggja að allt sé vel gert.

„Við lýsum yfir áhyggjum af því að þegar mestu álagstopparnir koma er mikil áskorun að tryggja öryggi og að allt gangi vel. Þess vegna er svo brýnt að bregðast við þessu.“

mbl.is

Innlent »

Stuðlað að auknu öryggi ferðamanna

08:18 „Við erum langöflugasti miðillinn sem miðlar upplýsingum um veður og færð til erlendra ferðamanna á landinu í dag,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg (SL), um vefinn Safetravel.is. Meira »

Afnema frystiskyldu á innfluttu kjöti

07:57 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur birt á Samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli og lög um dýrasjúkdóma. Meira »

Írar aðstoða við leit að Jóni Þresti

07:57 Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf sporlaust í Dublin fyrir 12 dögum, hafa fengið aðstoð frá heimamönnum við leit að Jóni. Skipulögð leit hefur staðið yfir síðustu daga og stendur til að stækka leitina um helgina. Meira »

Undrast hvað liggi á

07:14 Breytingar á aðalskipulagi Skagafjarðar byggja meðal annars á því að auka afhendingaröryggi raforku í sveitarfélaginu. Þetta undrast ýmsir íbúar þar sem hvorki liggur fyrir umhverfismat né heldur sé Blöndulína 3 á framkvæmdaáætlun Landsnets næstu árin. Meira »

Lægð sem færir okkur storm

06:58 Næstu daga er spáð umhleypingum og geta veðrabrigði orðið ansi snörp. Því er mikilvægt að fylgjast vel með þróun veðurspáa og viðvarana, einkum vegna ferðalaga á milli landshluta eða framkvæmda, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Fagna frumvarpi Kristjáns Þórs

06:35 Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Meira »

Hrósar þýðendum Lego Movie 2

06:00 „Þegar fyrsta Lego-myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mínútna auglýsing fyrir leikföng, en það reyndist ekki svo vera,“ segir Ragnar Eyþórssson, eða Raggi bíórýnir sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100. Hann tók einnig fyrir Netflix-seríuna Umbrella Academy. Meira »

Háskólamenn fjölmennir hjá VIRK

05:30 Háskólamenntuðum einstaklingum í aðildarfélögum BHM sem leita eftir þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs hefur fjölgað stórlega á seinustu árum. Meira »

Ungir skátar takast á við vetrarríkið

05:30 „Krakkarnir fara út fyrir þægindarammann og fá tækifæri til þess að reyna á það sem þeir hafa lært og fengið þjálfun í að gera.“ Meira »

Vilja ekki að ríkisstyrkt flug verði lagt niður

05:30 Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harðlega er mótmælt áformum í drögum að stefnu um almenningssamgöngur að leggja af ríkisstyrkt innanlandsflug til Hafnar í Hornafirði. Meira »

Sala á miðum fyrir Þjóðhátíð byrjar vel

05:30 Sala á miðum í Herjólf, fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2019, fór vel af stað, að sögn ÍBV og Sæferða. Miðasala hófst kl. 9 í gærmorgun og rúmum klukkutíma síðar var orðið uppselt í allar ferðir hjá Sæferðum mánudaginn 2. ágúst. Meira »

Viðræðum slitið í dag?

05:30 Líklegt er að kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins verði slitið í dag. Meira »

IKEA-blokkin í gagnið

05:30 Strax eftir komandi mánaðamót munu fyrstu íbúarnir flytja inn í fjölbýlishúsið við Urriðaholtsstræti í Garðabæ sem reist hefur verið að undirlagi IKEA á Íslandi. Meira »

Fjórmenningar með umboð til að slíta

Í gær, 22:15 Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa allir fengið umboð frá sínum félögum til þess að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA). Félögin munu funda með SA á morgun og í kjölfar þess fundar munu stéttarfélögin funda um hvort skuli boða til verkfalls. Meira »

Skora á stjórnvöld að bregðast við af hörku

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að bregðast við af fullri hörku til varnar neytendum vegna sviksamlegrar háttsemi bílaleigunnar Procar. Þá þurfi að tryggja að eftirlit með akstursmælum sé fullnægjandi. Meira »

Kjarnorkustyrjöld í Selsferð

Í gær, 21:15 Uppákoman í Selsferðinni er einhver mesta lífsreynsla sem ég hef mætt,“ segir Heimir Sindrason tannlæknir. „Enginn var samur á eftir; því þarna vorum við um 100 krakkar saman sem stóðum andspænis dauða okkar á ögurstund mannkynssögunnar. Skelfingin sem greip um sig var mikil, í vitund allra sem þarna voru lifir þetta mál enn og margir hefðu sjálfsagt þurft það sem í dag er kallað áfallahjálp.“ Meira »

Segir Seðlabankann undirbúa aðra sneypuför

Í gær, 21:00 Stjórnendur Seðlabanka Íslands undirbúa nú enn eina sneypuförina af hálfu bankans. Þetta segir Garðar Gíslason hæstaréttarlögmaður og vísar til bréfs sem birt var á vef Seðlabankans á þriðjudag. Meira »

Vinna að niðurfellingu starfsleyfis

Í gær, 20:50 „Við erum að bregðast við með viðeigandi hætti,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, í samtali við mbl.is, spurð út í það hvort Samgöngustofa vinni að því að svipta einhverja bílaleigu starfsleyfi sínu. Meira »

Hefur umboð til að slíta viðræðunum

Í gær, 19:48 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk nú síðdegis umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Meira »
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris
Pierre Lannier Crystal Line dömuúrin með SWAROVSKI kristals skífu eru falleg jól...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...